Órafmögnuð tónlistarhátíð 26. ágúst 2008 04:15 Tónlistarmaðurinn Svavar Knútur skipuleggur tónlistarhátíðina sem verður haldin á Rósenberg um helgina. Svavar Knútur Kristinsson skipuleggur órafmagnaða tónlistarhátíð um helgina. Listamenn frá fimm löndum koma fram. Áhugasamtökin Undercover Music Lovers ætla að halda órafmagnaða tónlistarhátíð á nýopnuðum Café Rósenberg á laugardag og sunnudag. Á tónlistarhátíðinni verða átján atriði frá fimm löndum. Á meðal listamanna sem koma fram eru Toben Stock frá Þýskalandi, Owls of the Swamp frá Ástralíu, Kid Decker frá Bretlandi, Svavar Knútur, Helgi Valur, Bergþór Smári, Mike Pollock og Steini í Hjálmum. „Það er rosalega mikilvægt að eiga áhugasamtök sem eru að einbeita sér að því að efla samfélag tónlistarmanna, ekki bara hagsmunatengsl heldur tengsl vináttu og samstarfs á tónlistarsviðinu,“ segir Svavar Knútur, sem skipuleggur hátíðina. Að sögn Svavars eru nokkur hundruð manns meðlimir í Undercover Music Lovers, þar af yfir áttatíu hérlendis. „Við erum að vinna þetta út frá hugmynd um félagsauð. Við reynum að brúa bilin á milli ólíkra hópa og þjóða og byggja líka upp traustið og samböndin innanlands,“ segir hann. Undercover Music Lovers eru systrasamtök Hins alþjóðlega trúbadorasamsæris, sem stóð fyrr á þessu ári fyrir Ólympíuleikum trúbadora, þar sem fjórir trúbadorar frá þrem löndum ferðuðust um Ísland, Þýskaland og Holland og léku tónlist sína saman. Samtökin voru upprunalega stofnuð í Sydney og Melbourne í Ástralíu, en hafa ört fært út kvíarnar til Hamborgar og Reykjavíkur og bráðum New York. Frítt er inn á tónleikana um helgina, sem standa yfir frá klukkan 16 til 23 báða dagana. Mest lesið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Ný stikla úr GTA VI Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Verzló vann MORFÍs Lífið Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Fleiri fréttir Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Svavar Knútur Kristinsson skipuleggur órafmagnaða tónlistarhátíð um helgina. Listamenn frá fimm löndum koma fram. Áhugasamtökin Undercover Music Lovers ætla að halda órafmagnaða tónlistarhátíð á nýopnuðum Café Rósenberg á laugardag og sunnudag. Á tónlistarhátíðinni verða átján atriði frá fimm löndum. Á meðal listamanna sem koma fram eru Toben Stock frá Þýskalandi, Owls of the Swamp frá Ástralíu, Kid Decker frá Bretlandi, Svavar Knútur, Helgi Valur, Bergþór Smári, Mike Pollock og Steini í Hjálmum. „Það er rosalega mikilvægt að eiga áhugasamtök sem eru að einbeita sér að því að efla samfélag tónlistarmanna, ekki bara hagsmunatengsl heldur tengsl vináttu og samstarfs á tónlistarsviðinu,“ segir Svavar Knútur, sem skipuleggur hátíðina. Að sögn Svavars eru nokkur hundruð manns meðlimir í Undercover Music Lovers, þar af yfir áttatíu hérlendis. „Við erum að vinna þetta út frá hugmynd um félagsauð. Við reynum að brúa bilin á milli ólíkra hópa og þjóða og byggja líka upp traustið og samböndin innanlands,“ segir hann. Undercover Music Lovers eru systrasamtök Hins alþjóðlega trúbadorasamsæris, sem stóð fyrr á þessu ári fyrir Ólympíuleikum trúbadora, þar sem fjórir trúbadorar frá þrem löndum ferðuðust um Ísland, Þýskaland og Holland og léku tónlist sína saman. Samtökin voru upprunalega stofnuð í Sydney og Melbourne í Ástralíu, en hafa ört fært út kvíarnar til Hamborgar og Reykjavíkur og bráðum New York. Frítt er inn á tónleikana um helgina, sem standa yfir frá klukkan 16 til 23 báða dagana.
Mest lesið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Ný stikla úr GTA VI Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Verzló vann MORFÍs Lífið Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Fleiri fréttir Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira