Enski boltinn

Scholes gæti spilað í kvöld

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Paul Scholes í leik með Manchester United.
Paul Scholes í leik með Manchester United. Nordic Photos / Getty Images

Ágætar líkur eru á því að Paul Scholes komi við sögu í leik Manchester United og Blackburn í fjórðungúrslitum ensku deildabikarkeppninnar í kvöld.

Scholes hefur verið frá vegna hnémeiðsla síðan í byrjun september en verður líklega á varamannabekk United í kvöld.

Þá er búist við því að bæði Carlos Tevez og Ben Foster verði í byrjunarliði United í leiknum.

Leikurinn hefst klukkan 20.00 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×