Fótbolti

Sigurður velur 18 manna hóp fyrir Írlandsleikina

Mynd/Vilhelm

Sigurður Ragnar Eyjólfsson tilkynnti í dag hvaða 18 leikmenn yrðu í hópnum sem mætir Írum um helgina í fyrri umspilsleiknum um laust sæti á EM.

Þóra B. Helgadóttir markvörður dettur út úr hópnum vegna veikinda og sömuleiðis Dóra Stefánsdóttir sem tekur út leikbann. Sandra Sigurðardóttir markvörður úr Stjörnunni kemur inn í hópinn í stað Þóru.

Fyrri leikurinn fer fram á Írlandi á sunnudaginn klukkan 15:00 en sá síðari á Laugardalsvelli á fimmtudaginn í næstu viku klukkan 18:00.

Markverðir:

María Björg Ágústsdóttir, KR

Sandra Sigurðardóttir, Stjarnan

Aðrir leikmenn:

Katrín Jónsdóttir (F), Valur

Edda Garðarsdóttir, KR

Guðrún Sóley Gunnarsdóttir, KR

Margrét Lára Viðarsdóttir, Valur

Dóra María Lárusdóttir, Valur

Hólmfríður Magnúsdóttir, KR

Erla Steina Arnardóttir, Kristianstad DFF

Ásta Árnadóttir, Valur

Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir, KR

Katrín Ómarsdóttir, KR

Sara Björk Gunnarsdóttir, Haukar

Embla Sigríður Grétarsdóttir, KR

Harpa Þorsteinsdóttir, Breiðablik

Rakel Hönnudóttir, Þór

Sif Atladóttir, Valur

Hallbera Guðný Gísladóttir, Valur

 












Fleiri fréttir

Sjá meira


×