Fótbolti

20 fleiri leikir á EM 2016

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Spánverjar eru núverandi Evrópumeistarar.
Spánverjar eru núverandi Evrópumeistarar. Nordic Photos / AFP

Framkvæmdarstjórn Knattspyrnusambands Evrópu samþykkti í gær að fjölga liðum í úrslitakeppni Evrópumótsins í knattspyrnu frá og með keppninni sem fer fram árið 2016.

Liðin verða þá 24 í stað 16 eins og verið hefur undanfarið og verður í Póllandi og Úkraínu eftir fjögur ár.

Liðinum verður skipt í sex fjögurra liða riðla og komast tvö efstu liðin áfram í sextán-liða úrslit auk þeirra fjögurra liða sem ná bestum árangri í þriðja sæti síns riðils.

Útsláttarkeppnin hefur hingað til byrjað í fjórðungsúrslitum. Það þýðir einnig að leikjunum í sjálfri úrslitakeppninni mun fjölga mikið, úr 31 í 51 leik. Keppnin mun fara fram á 29 til 31 degi.

Undankeppnin verður þó með óbreyttu sniði þar sem sex og fimm lið verður raðað saman í riðla. Þó munu vitanlega fleiri lið komast áfram úr undankeppnunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×