Þóra: Auðveldara að undirbúa sig fyrir svona leik Óskar Ófeigur Jónsson í Frakklandi skrifar 26. september 2008 15:26 Þóra B. Helgadóttir í Frakklandi. Mynd/Stefán Það mun örugglega reyna mikið á markvörð íslenska liðsins í leiknum mikilvæga á móti Frökkum. Þóra Björg Helgadóttir hefur haldið marki sínu hreinu frá því að hún snéri aftur í landsliðið í vor eða í þremur leikjum á móti Serbíu, Slóveníu og Grikklandi. Þessir leikir unnust með samtals 16 mörkum og oft leið langur tími þar til reyndi á hana í markinu. Þóra segir svoleiðis leiki oft vera erfiðara. „Það er auðveldara að undirbúa sig fyrir svona leik eins og á móti Frakkalandi. Í Serbíu þá stend ég í 80 mínútur í 40 stiga hita og síðan koma allt í einu tvö skot þegar ég er ekki búin að gera neitt allan leikinn. Það er eigilega erfiðara að undirbúa sig fyrir svoleiðis leik en fyrir leik þar sem að maður veit að það mun reyna mikið á mann því þá kemur stemmningin að sjálfu sér," segir Þóra. Hún segir styrk íslenska liðsins vera hvað þær eru farnar að þekkjast vel. „Það sem hefur verið að skila meiri samheldni innan liðsins er það að við erum margar sem erum búnar að vera lengi saman. Það kom allt inn nýir leikmenn en það er alltaf til staðar kjarni með mikla reynslu. Ég, Edda, Gunna (Guðrún Sóley Gunnarsdóttir) og Kata (Katrín Jónsdóttir) erum allar yfir 50 leikjum en svoleiðis var það ekki. Það var bara hátíð ef einhver náði 25 leikjum. Margrét Lára, sem er fimm árum yngri en ég, er komin með yfir 40 leiki en samt byrjaði hún sex árum á eftir mér. Liðið er að spila rosalega marga leiki og það hefur breyst. 1998 þegar ég var að byrja þá voru kannski fjórir leikir á ári en þetta verður tíundi leikurinn okkar á laugardaginn," segir Þóra. Þóra segir kvennalandsliðið njóta góðs af því að landsliðsþjálfarinn Sigurður Ragnar Eyjólfsson getur einbeitt sér algjörlega að þeim. „Siggi vinnur rosalega mikla vinnu og það er kannski stærsti munurinn. Hann skoðar hin liðin gríðarlega mikið og hann er líka fyrsti þjálfarinn okkar sem er ekki með félagslið og það munar rosalega miklu því hann getur gefið okkur mikinn tíma. Hann sér alla leiki og er yfirleitt búinn að kortleggja andstæðinginn gríðarlega vel. Við vitum allt um andstæðinginn þegar við mætum inn á völlinn og þá er andlegi þátturinn orðinn betri. Það er ákveðin andlegur undirbúningur í því að það kemur þér ekkert á óvart. Það er hans styrkleiki að það kemur okkur ekkert á óvart þegar við mætum inn á völlinn," segir Þóra. Einn hluti af undirbúningnum er vinnsla myndbanda sem hafa að undanförnu birst inn á heimasíðu KSÍ. Þóra segir þessi myndbönd hafi verið notuð löngu fyrir tíma Sigurðar Ragnars. „Við höfum verið með svona myndbönd síðan að Jöri (Jörundur Áki Sveinsson) tók við. Við höfum allaf notað mikið myndbönd til þess að koma okkur í gírinn fyrir leiki. Það hefur virkað vel," segir Þóra en nú eru þessi myndbönd að koma fyrir augu almmennings í fyrsta sinn. "Þetta eru fyrstu myndböndin sem eru birt öðrum en það er rosalega gaman að sjá allar góðu stundirnar því það eru alltaf bara góðu stundir á myndböndunum. Þetta þjappar hópnum saman og minnir mann á þá af hverju maður er hérna," segir Þóra að lokum. Fótbolti Mest lesið „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Svíþjóð - Ísland | Allt undir á útivelli Handbolti „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Með hendur fyrir aftan bak í fimm hundruð metra hæð Sport Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Enski boltinn Fleiri fréttir Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Í beinni: Arsenal - Manchester United | Stórveldi slást um stigin þrjú Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sjá meira
Það mun örugglega reyna mikið á markvörð íslenska liðsins í leiknum mikilvæga á móti Frökkum. Þóra Björg Helgadóttir hefur haldið marki sínu hreinu frá því að hún snéri aftur í landsliðið í vor eða í þremur leikjum á móti Serbíu, Slóveníu og Grikklandi. Þessir leikir unnust með samtals 16 mörkum og oft leið langur tími þar til reyndi á hana í markinu. Þóra segir svoleiðis leiki oft vera erfiðara. „Það er auðveldara að undirbúa sig fyrir svona leik eins og á móti Frakkalandi. Í Serbíu þá stend ég í 80 mínútur í 40 stiga hita og síðan koma allt í einu tvö skot þegar ég er ekki búin að gera neitt allan leikinn. Það er eigilega erfiðara að undirbúa sig fyrir svoleiðis leik en fyrir leik þar sem að maður veit að það mun reyna mikið á mann því þá kemur stemmningin að sjálfu sér," segir Þóra. Hún segir styrk íslenska liðsins vera hvað þær eru farnar að þekkjast vel. „Það sem hefur verið að skila meiri samheldni innan liðsins er það að við erum margar sem erum búnar að vera lengi saman. Það kom allt inn nýir leikmenn en það er alltaf til staðar kjarni með mikla reynslu. Ég, Edda, Gunna (Guðrún Sóley Gunnarsdóttir) og Kata (Katrín Jónsdóttir) erum allar yfir 50 leikjum en svoleiðis var það ekki. Það var bara hátíð ef einhver náði 25 leikjum. Margrét Lára, sem er fimm árum yngri en ég, er komin með yfir 40 leiki en samt byrjaði hún sex árum á eftir mér. Liðið er að spila rosalega marga leiki og það hefur breyst. 1998 þegar ég var að byrja þá voru kannski fjórir leikir á ári en þetta verður tíundi leikurinn okkar á laugardaginn," segir Þóra. Þóra segir kvennalandsliðið njóta góðs af því að landsliðsþjálfarinn Sigurður Ragnar Eyjólfsson getur einbeitt sér algjörlega að þeim. „Siggi vinnur rosalega mikla vinnu og það er kannski stærsti munurinn. Hann skoðar hin liðin gríðarlega mikið og hann er líka fyrsti þjálfarinn okkar sem er ekki með félagslið og það munar rosalega miklu því hann getur gefið okkur mikinn tíma. Hann sér alla leiki og er yfirleitt búinn að kortleggja andstæðinginn gríðarlega vel. Við vitum allt um andstæðinginn þegar við mætum inn á völlinn og þá er andlegi þátturinn orðinn betri. Það er ákveðin andlegur undirbúningur í því að það kemur þér ekkert á óvart. Það er hans styrkleiki að það kemur okkur ekkert á óvart þegar við mætum inn á völlinn," segir Þóra. Einn hluti af undirbúningnum er vinnsla myndbanda sem hafa að undanförnu birst inn á heimasíðu KSÍ. Þóra segir þessi myndbönd hafi verið notuð löngu fyrir tíma Sigurðar Ragnars. „Við höfum verið með svona myndbönd síðan að Jöri (Jörundur Áki Sveinsson) tók við. Við höfum allaf notað mikið myndbönd til þess að koma okkur í gírinn fyrir leiki. Það hefur virkað vel," segir Þóra en nú eru þessi myndbönd að koma fyrir augu almmennings í fyrsta sinn. "Þetta eru fyrstu myndböndin sem eru birt öðrum en það er rosalega gaman að sjá allar góðu stundirnar því það eru alltaf bara góðu stundir á myndböndunum. Þetta þjappar hópnum saman og minnir mann á þá af hverju maður er hérna," segir Þóra að lokum.
Fótbolti Mest lesið „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Svíþjóð - Ísland | Allt undir á útivelli Handbolti „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Með hendur fyrir aftan bak í fimm hundruð metra hæð Sport Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Enski boltinn Fleiri fréttir Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Í beinni: Arsenal - Manchester United | Stórveldi slást um stigin þrjú Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sjá meira