Fótbolti

Arshavin harðákveðinn í að yfirgefa Zenit

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Andrei Arshavin í leik með rússneska landsliðinu.
Andrei Arshavin í leik með rússneska landsliðinu. Nordic Photos / AFP

Andrei Arshavin segist harðákveðinn í að yfirgefa rússneska liðið Zenit frá St. Pétursborg og ítrekaði það á dögunum.

„Fyrir fjórum mánuðum síðan sagði ég forseta félagsins að ég vildi fara annað," sagði Arshavin eftir 2-0 sigur á BATE Borisov í Meistaradeild Evrópu í vikunni.

Arshavin var sterklega orðaður við Tottenham og fleiri lið síðasta sumar. „Þetta veltur bara á því hvort að félagið setji raunhæft verð á mig. Ef það gerist mun ég að sjálfsögðu fara," sagði Arshavin.

„Ef ekki þá verð ég leikmaður Zenit bara að nafninu til. Ég hef engan áhuga á að spila hér á næsta ári."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×