Fótbolti

Óvíst um þátttöku Hólmfríðar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Hólmfríður Magnúsdóttir í leik með KR gegn Val.
Hólmfríður Magnúsdóttir í leik með KR gegn Val. Mynd/Auðunn

Hólmfríður Magnúsdóttir meiddist í dag á æfingu íslenska landsliðsins í Frakklandi þar sem liðið mætir heimamönnum í undankeppni EM 2009 á laugardaginn.

Að því er kemur fram á mbl.is fékk Hólmfríður slæmt högg í kviðinn og varð að sleppari síðari æfingu dagsins. Óljóst er hvort að Hólmfríður getur spilað með liðinu á laugardaginn.

Það yrði mikið áfall fyrir íslenska landsliðið enda mikilvægasti leikur sögu kvennaknattspyrnunnar framundan um helgina. Ef liðið nær jafntefli kemst það í úrslitakeppni EM í Finnlandi á næsta ári.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×