Syngjum saman með Ragga Bjarna 28. október 2008 04:30 Leigir Laugardalshöll á næsta ári. Raggi Bjarna gerir plötu fyrir alla. „Jú, ég er að vinna í plötu sem ég hef lengi ætlað að gera en hef aldrei komist í því ég var að vinna í einhverjum öðrum plötum!" segir Raggi Bjarna um væntanlega plötu sína. „Þetta er svona „sing-a-long" plata, gömul lög með íslenskum textum, lög sem allir þekkja og geta sungið með uppi í bústað eða á jólunum eða hvar sem er. Ætli ég láti hana ekki bara heita „Syngjum saman með Ragga Bjarna"." Sum lögin voru menn eins og Alfreð Clausen, Haukur Morthens og Óðinn Valdimarsson með á sínum tíma en aðeins eitt hefur Raggi sjálfur tekið áður: „Það heitir „Hvar er bruninn" og er tileinkað slökkviliðinu," segir söngvarinn. „Ég söng það með Sextett Svavars Gests á sínum tíma. Það er með sírenum og öllu." Raggi segir valinkunna söngvara syngja með honum á nýju plötunni, meðal annars Bjarna Ara. Það styttist til jóla. „Ætli ég þurfi ekki að að syngja þetta allt inn á einum degi eins og í gamla daga," gantast Raggi. Raggi verður 75 ára á næsta ári og má búast við ýmsum uppákomum á afmælisárinu. Styttu kannski? „Nei, vonandi ekki styttu," segir Raggi og hlær. „En það er meiningin að leigja Laugardalshöll og læti. Þorgeir Ástvalds og dóttir hans eru að búa til yfirlitsmynd. Þau hafa úr nógu efni að moða. það eru til alveg fleiri plastpokarnir af efni." - drg Mest lesið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Tónlist Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
„Jú, ég er að vinna í plötu sem ég hef lengi ætlað að gera en hef aldrei komist í því ég var að vinna í einhverjum öðrum plötum!" segir Raggi Bjarna um væntanlega plötu sína. „Þetta er svona „sing-a-long" plata, gömul lög með íslenskum textum, lög sem allir þekkja og geta sungið með uppi í bústað eða á jólunum eða hvar sem er. Ætli ég láti hana ekki bara heita „Syngjum saman með Ragga Bjarna"." Sum lögin voru menn eins og Alfreð Clausen, Haukur Morthens og Óðinn Valdimarsson með á sínum tíma en aðeins eitt hefur Raggi sjálfur tekið áður: „Það heitir „Hvar er bruninn" og er tileinkað slökkviliðinu," segir söngvarinn. „Ég söng það með Sextett Svavars Gests á sínum tíma. Það er með sírenum og öllu." Raggi segir valinkunna söngvara syngja með honum á nýju plötunni, meðal annars Bjarna Ara. Það styttist til jóla. „Ætli ég þurfi ekki að að syngja þetta allt inn á einum degi eins og í gamla daga," gantast Raggi. Raggi verður 75 ára á næsta ári og má búast við ýmsum uppákomum á afmælisárinu. Styttu kannski? „Nei, vonandi ekki styttu," segir Raggi og hlær. „En það er meiningin að leigja Laugardalshöll og læti. Þorgeir Ástvalds og dóttir hans eru að búa til yfirlitsmynd. Þau hafa úr nógu efni að moða. það eru til alveg fleiri plastpokarnir af efni." - drg
Mest lesið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Tónlist Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira