Fótbolti

Leikmenn Hearts fengu útborgað

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Eggert Gunnþór Jónsson, leikmaður Hearts.
Eggert Gunnþór Jónsson, leikmaður Hearts. Nordic Photos / Getty Images

Eggert Gunnþór Jónsson og aðrir leikmenn hjá skoska úrvalsdeildarfélaginu Hearts fengu í dag útborguð vangoldin laun, sem og aðrir starfsmenn hjá félaginu.

Fyrr í vikunni var sagt frá því að leikmenn Hearts íhuguðu verkfallsaðgerðir þar sem þeir fengu ekki laun sín útborguð á réttum tíma. Forráðamenn Hearts sögðu hins vegar að um tæknilegt vandamál hefði verið að ræða.

Margir óttuðust að bankakreppan hefði áhrif á rekstur félagsins þar sem að eigandi Hearts, Vladimir Romanov, er eigandi Ukio Bankas í Litháen sem ábyrgist allar skuldir félagsins.

„Laun hafa nú verið útborguð og er afar ólíklegt að önnur eins staða muni aftur koma upp í framtíðinni," sagði í yfirlýsingu sem birtist á heimasíðu Hearts. „Sú villa sem átti sér stað hefur engin áhrif á rekstur félagsins."




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×