Fótbolti

Stuðningsmenn Senegal með uppþot

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Frá óeirðunum í gær.
Frá óeirðunum í gær. Nordic Photos / AFP
Bálreiðir stuðningsmenn landsliðs Senegal réðust á höfuðstöðvar knattspyrnusamband landsins eftir að ljóst varð að landsliðið kemst hvorki á næstu úrslitakeppnir Afríkukeppninnar né heimsmeistarakeppninnar.

Senegal gerði í gær 1-1 jafntefli við Gambíu og eftir leikinn varð mikið uppþot. Stuðningsmenn stilltu upp brennandi vegatálmum í kringum leikvanginn þar sem leikurinn fór fram og lentu saman við óeirðarlögreglu sem beittu táragasi og kylfum.

Senegal varð í þriðja sæti í sínum riðli og komst þar með ekki áfram í næstu umferð undankeppninnar.

Senegal komst í fjórðungsúrslit á HM 2002 í Japan og Suður-Kóreu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×