Fótbolti

Íslenskir áhorfendur bjartsýnir fyrir leikinn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Reynismennirnir Viðar, Atli Már, Guðmundur Fannar, Rúnar og Stefán Þór vöktu mikla lukku meðal stuðningsmanna Hollands sem vildu ólmir stilla sér upp með þeim og taka myndir af þeim.
Reynismennirnir Viðar, Atli Már, Guðmundur Fannar, Rúnar og Stefán Þór vöktu mikla lukku meðal stuðningsmanna Hollands sem vildu ólmir stilla sér upp með þeim og taka myndir af þeim.
Reiknað er með því að um fimm hundruð Íslendingar leggi leið sína á de Kuip-leikvanginn í kvöld fyrir landsleik Hollands og Íslands í undankeppni HM 2010.

Stuðningsmannafélagið Áfram Íslands stendur fyrir upphitun nálægt leikvanginum og á rölti þar nálægt rakst undirritaður á nokkra hressa Íslendinga sem eiga ættir að rekja til Sandgerðis og eru því vitanlega einnig harðir stuðningsmenn Reynis.

Fimmmenningarnir voru almennt bjartsýnir fyrir hönd íslenska liðsins þrátt fyrir slæmu tíðindin um að Grétar Rafn Steinsson og Heiðar Helguson séu ekki leikfærir og mótherjarnir séu ekki af verri endanum. Þrír af fimm þeirra spá dramatískum sigri Íslands þar sem sigurmarkið verði skorað í blálokin en tveir voru ef til vill örlítið raunsærri og spá heimamönnum sigri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×