Fótbolti

Helmingur byrjunarliðsmanna Ítalíu meiddir

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Buffon er meiddur.
Buffon er meiddur. Nordic Photos / AFP

Mikil meiðsli eru í herbúðum ítalska landsliðsins fyrir leik liðsins gegn Búlgaríu í undankeppni HM 2010 um helgina.

Margir leikmenn sem væru venjulega í byrjunarliði Ítalíu eiga við meiðsli að stríða en þeirra á meðal er Gianluigi Buffon markvörður. Hann verður frá næsta mánuðinn.

Aðrir sem eru meiddir Andrea Pirlo, Mauro Camoranesi, Fabio Grosso, Marco Materazzi og Vincenzo Iaquinta.

Alessandro Del Piero og Antonio Cassano voru ekki valdir í landsliðið en Marcello Lippi landsliðsþjálfari hefur kallað fjóra leikmenn í hópinn vegna meiðslanna. Þetta eru þeir Giuseepe Rossi, Simone Pepe, Fabiano Santacroce og Christian Maggio.

„Meiðslin gerðu það að verkun að endurnýjunin er hraðari í landsliðinu. En ég hefði hvort sem er þurft að takast á við það ástand. Leikmenn verða ekkert yngri eftir tvö ár þegar næsta úrslitakeppni HM fer fram," sagði Lippi.

Marco Amelia verður væntanlega á milli stanganna um helgina.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×