Fótbolti

Baulað á Ashley Cole

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ashley Cole í baráttu í leiknum í gær.
Ashley Cole í baráttu í leiknum í gær. Nordic Photos / Getty Images
Talsmenn enska knattspyrnusambandsins hafa sagt að framkoma stuðningsmanna enska landsliðsins gagnvart Ashley Cole væri fáránleg.

Sumir stuðningsmannanna bauluðu á Cole eftir að slæm sending hans varð til þess að Kasakar skoruðu mark sitt í leiknum sem fór 5-1 fyrir Englendinga.

„Það er algert brjálæði að hluti stuðningsmanna okkar eru að baula á okkar eigin leikmann," sagði talsmaður enska knattspyrnusambandsins.

Bæði Fabio Capello landsliðþjálfario og Rio Ferdinand fyrirliði ræddu þetta mál við fjölmiðla eftir leik. Ferdinand sagði að viðkomandi ættu að skammast sín.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þetta gerist á hinum nýja Wembley-leikvangi en áður hafa þeir Frank Lampard og David Bentley mátt finna fyrir þessu.

Talsmaður samtaka stuðningsmanna varði hins vegar hlið þeirra. „Áhorfendur borguðu sig inn á leikinn og eru í fullum rétti með að láta sína skoðun í ljós."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×