Fótbolti

Skrifuðu áfram Ísland í sandinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Stefán
Íslenski hópurinn fór saman í gönguferð niður á strönd í morgun og sleppti því í staðinn að fara á æfingu. Íslensku fjölmiðlamennirnir fengu að slást í för með stelpunum og mynduðu þær í bak og fyrir.

Það vakti mikla lukku og boðar vonandi gott fyrir leikinn á morgun að stelpurnar tóku upp á því að skrifa "Áfram Ísland," í sandinn á ströndinni. Nú er að sjá hvort að þetta hafi dugað til að blíkka örlagavaldana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×