Enski boltinn

Óttast að Agger sé fingurbrotinn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Daniel Agger í leik með Liverpool.
Daniel Agger í leik með Liverpool. Nordic Photos / Getty Images

Óttast er að Daniel Agger, leikmaður Liverpool, hafi fingurbrotnað í leiknum gegn Atletico Madrid í Meistaradeildinni á þriðjudagskvöldið.

Það yrði mikið áfall fyrir Agger sem er nýbúinn að vinna sér sæti í byrjunarliði Liverpool eftir að Martin Skrtel meiddist í síðasta mánuði. Ef hann yrði einnig frá vegna meiðsla má gera ráð fyrir því að Jamie Carragher og Sami Hyypia standi vaktina í vörn Liverpool um helgina.

Það er þó enn óvitað hvort Agger sé brotinn. „Þetta var sársaukafullt en enginn veit fyrir víst hversu alvarlegt þetta er. Ég vona auðvitað að ég geti spilað um helgina," sagði Agger.

Liverpool mætir West Brom í úrvalsdeildinni á laugardaginn.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×