Spila stanslaust og æfa aldrei 4. desember 2008 07:00 Rokkararnir í Agent Fresco hafa gefið út EP-plötuna Lightbulb Universe sem hefur að geyma sex lög. mynd/höskarinn Rokksveitin Agent Fresco, sem vann Músíktilraunir í vor og undankeppni Battle of the Bands fyrir skömmu, hefur gefið út EP-plötuna Lightbulb Universe. Á henni er lagið Eyes of a Cloud Catcher sem var það vinsælasta á X-inu í tvær vikur samfleytt í sumar. Strákarnir tóku plötuna upp alfarið sjálfir en njóta aðstoðar Kimi Records við dreifinguna. „Tóti gítarleikari er búinn að taka sjálfur upp í tvö ár með pro-tools. Nánast öll lögin voru búin til heima hjá honum með tölvu og gítar," segir söngvarinn Arnór Dan Arnarson. Agent Fresco er rétt að slíta barnsskónum því hún hóf störf í febrúar, vann Músíktilraunir í mars og eftir það tók við stanslaus spilamennska. „Við æfum aldrei. Það er ekki út af því að við erum svo góðir hljóðfæraleikarar heldur erum við bara alltaf að spila. Lögin eru búin að þróast á tónleikunum og þess vegna höfðum við meira sjálfstraust við að gefa þau út," segir Arnór. Til marks um þéttleika sveitarinnar fékk hún fullt hús stiga hjá breska rokktímaritinu Kerrang! fyrir frammistöðu sína á Airwaves-hátíðinni í haust. Þar var tónlistinni lýst sem hræringi af poppi, rokki, djassi og þungarokki; nokkurs konar blöndu af System of a Down og The Dillinger Escape Plan. Úrslitakvöld Battle of the Bands verður haldið í London 15. desember og stefnir Arnór vitaskuld á sigur. „Ég ætla að rústa keppninni og ætla að gefa mig 100% í þetta. Ég ætla að fara út til að koma Íslandi aftur á kortið." Síðustu tónleikar Agent Fresco fyrir Lundúnaferðina verða á Kaffibarnum í kvöld klukkan 21, þar sem nýja EP-platan verður að sjálfsögðu til sölu. Mest lesið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Lífið Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Rokksveitin Agent Fresco, sem vann Músíktilraunir í vor og undankeppni Battle of the Bands fyrir skömmu, hefur gefið út EP-plötuna Lightbulb Universe. Á henni er lagið Eyes of a Cloud Catcher sem var það vinsælasta á X-inu í tvær vikur samfleytt í sumar. Strákarnir tóku plötuna upp alfarið sjálfir en njóta aðstoðar Kimi Records við dreifinguna. „Tóti gítarleikari er búinn að taka sjálfur upp í tvö ár með pro-tools. Nánast öll lögin voru búin til heima hjá honum með tölvu og gítar," segir söngvarinn Arnór Dan Arnarson. Agent Fresco er rétt að slíta barnsskónum því hún hóf störf í febrúar, vann Músíktilraunir í mars og eftir það tók við stanslaus spilamennska. „Við æfum aldrei. Það er ekki út af því að við erum svo góðir hljóðfæraleikarar heldur erum við bara alltaf að spila. Lögin eru búin að þróast á tónleikunum og þess vegna höfðum við meira sjálfstraust við að gefa þau út," segir Arnór. Til marks um þéttleika sveitarinnar fékk hún fullt hús stiga hjá breska rokktímaritinu Kerrang! fyrir frammistöðu sína á Airwaves-hátíðinni í haust. Þar var tónlistinni lýst sem hræringi af poppi, rokki, djassi og þungarokki; nokkurs konar blöndu af System of a Down og The Dillinger Escape Plan. Úrslitakvöld Battle of the Bands verður haldið í London 15. desember og stefnir Arnór vitaskuld á sigur. „Ég ætla að rústa keppninni og ætla að gefa mig 100% í þetta. Ég ætla að fara út til að koma Íslandi aftur á kortið." Síðustu tónleikar Agent Fresco fyrir Lundúnaferðina verða á Kaffibarnum í kvöld klukkan 21, þar sem nýja EP-platan verður að sjálfsögðu til sölu.
Mest lesið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Lífið Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira