Metrómaðurinn Malignaggi mætir Hatton um helgina 19. nóvember 2008 17:48 Paulie Malignaggi er klár í að mæta Hatton NordicPhotos/GettyImages Paulie Malignaggi er líklega eini hnefaleikarinn sem hefur farið í klippingu í miðjum bardaga. New York búinn Malinaggi stefnir ótrauður á að verða annar maðurinn til að sigra Ricky Hatton um helgina. Hinn þrítugi Hatton mætir nú aftur til Bandaríkjanna þar sem hann tapaði eina bardaga sínum á ferlinum fyrir hinum ótrúlega Floyd Mayweather í fyrra. Andstæðingur hans um helgina er engin viðvaningur í greininni þó hann sé ansi skrautlegur og hefur hinn 27 ára gamli Malignaggi aðeins tapað einu sinni á ferlinum. Þeir tveir gætu líklega ekki verið ólíkari persónuleikar. Hatton er þekktur fyrir sína ofur-ensku Manchester siði. Þykir gott að fá sér kollu, lyfta sér upp og borða ruslfæði. Andstæðingur hans er metrómaður í ætt við David Bekcham, sleiktur og strokinn með furðulegar hárgreiðslur og fatasmekk á pari við Björk okkar Guðmundsdóttur. "Mér finnst enginn geta stöðvað mig og ekki láta ykkur bregða þó ég vinni sigur. En ekki búast við rothöggi. Ég er klókur boxari," sagði Malignaggi í samtali við breska sjónvarpið. Hatton hefur verið þjálfaður af engum öðrum en Floyd Mayweather eldri fyrir bardagann en Malignaggi gerir lítið úr því og segir ekki hægt að kenna gömlum hundi að sitja. Hatton segist hinsvegar í sínu besta formi og segist enn upp með sér yfir þvi hvað hann eigi marga trausta stuðningsmenn. "Ég var mikið að spá í það hvort ég hefði hungur í að halda áfram þegar ég byrjaði í æfingabúðunum, en svo small þetta og nú hefur mér ekki liðið betur í tvö eða þrjú ár. Það verður frábært að fá alla þessa stuðningsmenn með sér til Bandaríkjanna aftur, þrátt fyrir að sé kreppa og séu að koma jól," sagði Hatton. Bardagi þeirra fer fram á MGM í Las Vegas á laugardagskvöldið og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Hitað verður upp fyrir bardagann með því að sýna eldri bardaga Hatton en bein útsending hefst um klukkan tvö um nóttina. Box Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Í beinni: Frakkland - Wales | Búnar að jafna sig á rútuslysinu? Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fattaði ekki að hún væri búin að vinna Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Fannst látinn í hótelherbergi sínu Dagskráin í dag: Snóker í öll mál Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Sjá meira
Paulie Malignaggi er líklega eini hnefaleikarinn sem hefur farið í klippingu í miðjum bardaga. New York búinn Malinaggi stefnir ótrauður á að verða annar maðurinn til að sigra Ricky Hatton um helgina. Hinn þrítugi Hatton mætir nú aftur til Bandaríkjanna þar sem hann tapaði eina bardaga sínum á ferlinum fyrir hinum ótrúlega Floyd Mayweather í fyrra. Andstæðingur hans um helgina er engin viðvaningur í greininni þó hann sé ansi skrautlegur og hefur hinn 27 ára gamli Malignaggi aðeins tapað einu sinni á ferlinum. Þeir tveir gætu líklega ekki verið ólíkari persónuleikar. Hatton er þekktur fyrir sína ofur-ensku Manchester siði. Þykir gott að fá sér kollu, lyfta sér upp og borða ruslfæði. Andstæðingur hans er metrómaður í ætt við David Bekcham, sleiktur og strokinn með furðulegar hárgreiðslur og fatasmekk á pari við Björk okkar Guðmundsdóttur. "Mér finnst enginn geta stöðvað mig og ekki láta ykkur bregða þó ég vinni sigur. En ekki búast við rothöggi. Ég er klókur boxari," sagði Malignaggi í samtali við breska sjónvarpið. Hatton hefur verið þjálfaður af engum öðrum en Floyd Mayweather eldri fyrir bardagann en Malignaggi gerir lítið úr því og segir ekki hægt að kenna gömlum hundi að sitja. Hatton segist hinsvegar í sínu besta formi og segist enn upp með sér yfir þvi hvað hann eigi marga trausta stuðningsmenn. "Ég var mikið að spá í það hvort ég hefði hungur í að halda áfram þegar ég byrjaði í æfingabúðunum, en svo small þetta og nú hefur mér ekki liðið betur í tvö eða þrjú ár. Það verður frábært að fá alla þessa stuðningsmenn með sér til Bandaríkjanna aftur, þrátt fyrir að sé kreppa og séu að koma jól," sagði Hatton. Bardagi þeirra fer fram á MGM í Las Vegas á laugardagskvöldið og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Hitað verður upp fyrir bardagann með því að sýna eldri bardaga Hatton en bein útsending hefst um klukkan tvö um nóttina.
Box Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Í beinni: Frakkland - Wales | Búnar að jafna sig á rútuslysinu? Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fattaði ekki að hún væri búin að vinna Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Fannst látinn í hótelherbergi sínu Dagskráin í dag: Snóker í öll mál Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Sjá meira