Fótbolti

Henry vill ekki fara frá Barcelona

Elvar Geir Magnússon skrifar
Thierry Henry.
Thierry Henry.

Thierry Henry blæs á þær sögusagnir sem orða hann við endurkomu í enska boltann. Hann segist vilja vera áfram hjá Barcelona og hjálpa liðinu að vinna spænska meistaratitilinn.

Sögusagnir hafa verið um að Chelsea og Manchester City vilji fá Henry í janúar. „Ég er alveg viss um þetta, ég er ánægður hérna. Ég sé ekki fram á að ég snúi aftur til Englands. Ég hef enn ekki unnið neitt með Barcelona og vill afreka það," sagði Henry.

„Ég er ánægður. Ég kann vel við borgina, matinn og veðurfarið. Það er ótrúleg tilfinning að klæða sig í Barcelona búninginn áður en farið er út á völlinn," sagði Henry.

Hann segir að samkeppnin sé hörð. „Ég er ekki að nota það sem afsökun en ég er að keppa um sæti í liðinu við besta sóknarmann heims, Samuel Eto´o."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×