Enski boltinn

Keegan fær nóg til að eyða

Elvar Geir Magnússon skrifar
Kevin Keegan fær nóg af fjármagni í leikmannakaup í sumar.
Kevin Keegan fær nóg af fjármagni í leikmannakaup í sumar.

Kevin Keegan, stjóri Newcastle, hefur fengið loforð frá stjórn félagsins um að hann fái nægt fé til leikmannakaupa til að geta lokkað stórstjörnur til félagsins.

„Við ætlum okkur að styrkja liðið í sumar. Við stefnum á að fá leikmenn sem geta hjálpað við að koma Newcastle í baráttuna á toppi deildarinnar," sagði Chris Mort, stjórnarformaður liðsins.

Mort segist sannfærður um að Newcastle sé á réttri leið og muni berjast á réttum enda töflunnar innan tíðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×