Fótbolti

Baulað á Brasilíumenn

Dunga þjálfari Brassa fékk að heyra það frá stuðningsmönnum eftir enn eitt jafnteflið á heimavelli
Dunga þjálfari Brassa fékk að heyra það frá stuðningsmönnum eftir enn eitt jafnteflið á heimavelli NordicPhotos/GettyImages

Stórveldin Brasilía og Argentína voru langt frá sínu besta í gærkvöld þegar leikið var í Suður-Ameríkuriðlinum í undankeppni HM.

Argentínumenn voru yfirspilaðir af liði Chile sem leikur undir stjórn fyrrum landsliðsþjálfara Argentínu, Marcelo Bielsa. Chile vann leikinn 1-0.

Brasilíumenn gerðu 0-0 jafntefli við Kólumbíumenn á heimavelli og voru baulaðir af velli af óþolinmóðum stuðningsmönnum sínum, sem yfirgáfu völlinn áður en flautað var af.

Paragvæ er efst í 10 liða riðlinum með 23 stig eftir 1-0 sigur á botnliði Perú í gær og hefur liðið sex stiga forystu á toppnum. Næstir koma Brasilíumenn með 17 stig og Argentínumenn hafa 16 stig.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×