Fótbolti

Tap fyrir Úkraínu

Lærisveinar Luka Kostic hafa tapað tveimur fyrstu leikjum sínum
Lærisveinar Luka Kostic hafa tapað tveimur fyrstu leikjum sínum Mynd/GVA

Íslenska U-17 ára landsliðið tapaði í dag öðrum leik sínum í röð í undankeppni EM þegar það lá 2-1 fyrir Úkraínumönnum á KR-vellinum.

Sigurbergur Elísson kom íslenska liðinu yfir eftir stundarfjórðung en gestirnir jöfnuðu skömmu síðar og tryggðu sér sigurinn með marki um miðjan síðari hálfleik.

Íslenska liðið hefur því tapað fyrstu tveimur leikjum sínum 2-1, fyrst fyrir Sviss og nú Úkraínu.

Í dag mættust Norðmenn og Svisslendingar á Fylkisvelli og lauk leiknum með markalausu jafntefli.

Norðmenn og Svisslendingar hafa hlotið 4 stig í riðlinum, Úkraína 3 og íslenska liðið er án stiga.

Það mætir næst Norðmönnum á Vodafone-vellinum á mánudaginn, en þá eigast Úkraína og Sviss við í Keflavík.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×