Fótbolti

Dóra María: Hef aldrei upplifað annað eins

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Íslenska landsliðið fagnar fyrra marki Dóru Maríar í kvöld.
Íslenska landsliðið fagnar fyrra marki Dóru Maríar í kvöld. Mynd/Daníel
Dóra María Lárusdóttir var hetja íslenska liðsins gegn Írlandi í kvöld en hún skoraði tvö og lagði upp það þriðja í 3-0 sigri íslenska landsliðsins. Með sigrinum tryggði liðið sér þátttökurétt á EM í Finnlandi á næsta ári.

Vísir hitti á hana strax eftir leik í miðjum fagnaðarlátunum og greinilegt að hún átti erfitt með að finna réttu lýsingarorðin.

„Þetta er bara of stórt til að fatta þetta. Ég skil ekki þessa tilfinningu," sagði Dóra María. „En við vorum alltaf alveg tilbúnar í þennan leik. Þetta var bara spurning um að spila okkar leik og pota inn einhverjum mörkum. Það tókst."

„En maður hefur aldrei uppilfað annað eins. Það hefði þess vegna verið hægt að skauta á vellinum. En þetta var ótrúlega skemmtilegt. Kannski ég átti mig á þessu öllu saman um jólin."




Tengdar fréttir

Sigurður Ragnar: Fyrsta skrefið að einhverju meira

Sigurður Ragnar Eyjólfsson var vitanlega hæstánægður með sigur íslenska liðsins á því írska í kvöld en með honum tryggði Ísland sér þátttökurétt í úrslitakeppni EM sem fer fram í Finnlandi á næsta ári.

Margrét Lára: Ætlum að ná árangri á EM

Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði eitt mark í 3-0 sigri Íslands á Írlandi á Laugardalsvelli í kvöld en með sigrinum tryggði Ísland sér þátttökurétt á EM í Finnlandi á næsta ári.

Ísland á EM

Íslenska landsliðið tryggði sér í kvöld sæti í úrslitakeppni Evrópumótsins sem fer fram á Finnlandi eftir glæsilegan 3-0 sigur á Írlandi og samanlagt 4-1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×