Fótbolti

Terry ekki með á morgun

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
John Terry fagnar marki enska landsliðsins með Joe Cole.
John Terry fagnar marki enska landsliðsins með Joe Cole. Nordic Photos / Getty Images

John Terry landsliðsfyrirliði Englendinga getur ekki spilað með sínum mönnum á morgun er liðið mætir Kasakstan á útivelli í undankeppni HM 2010.

Terry á við bakmeiðsli að stríða og staðfesti Fabio Cappello landsliðsþjálfari að Rio Ferdinand myndi taka að sér fyrirliðastöðuna í fjarveru Terry.

Líklegast að annað hvort Joleon Lescott eða Matthew Upson verði við hlið Ferdinand í vörn enska liðsins á morgun.

Það er hins vegar ekki útilokað að Terry verði orðinn leikfær fyrir leik Englands gegn Hvíta-Rússlandi á miðvikudag en til þess þarf hann að geta æft á sunnudag eða mánudag í síðasta lagi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×