Erlent

Kaffi úr kattarskít selt á 7.000 kr. bollinn

Verslun í London selur nú kaffibollann á rúmlega 7.000 krónur.

Ekki er um venjulegt kaffi að ræða heldur dýrindis drykk sem unnin er úr kaffibaunum sem farið hafa í gegnum meltingarveg indónesískra skógarkatta og eru síðan hirt úr kattarskítnum. Kaffiblandan ber nafnið Caffé Raro og er sú sjaldgæfasta í heimi. Aðeins 260 kíló eru framleidd af henni á hverju ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×