Markalaust hjá Liverpool og West Ham Elvar Geir Magnússon skrifar 1. desember 2008 19:45 Úr leiknum í kvöld. Liverpool er með eins stigs forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir markalaust jafntefli gegn West Ham í kvöld. Úrslitin eru þó klárlega vonbrigði fyrir Liverpool sem var mun sterkara liðið í kvöld. West Ham fékk þó sín færi og til að mynda þá átti Craig Bellamy skot í stöngina í fyrri hálfleik. Leikurinn var í beinni textalýsingu hér á Vísi og má lesa hana í heild sinni hér að neðan. ______________ Liverpool - West Ham 0-0 21:53 Leik lokið - Annað 0-0 jafnteflið í röð á Anfield. Ryan Babel átti stórhættulegt skot í viðbótartímanum en naumlega framhjá. Þá átti West Ham einnig hættulega sókn en niðurstaðan markalaust jafntefli. 21:49 Dirk Kuyt fékk gott færi en Robert Green varði. Hinumegin fékk Luis Boa Morte fínt færi en skotið var arfadapurt. Venjulegum leiktíma er lokið. 21:45 „Á ég að trúa því að hann hafi fengið boltann í höndina? Já hann gerði það. Ég er sannfærður um að þetta sé heimsmet," segir Guðmundur Benediktsson. Ilunga hefur fengið knöttinn það oft í höndina í leiknum að ég er hættur að hafa tölu á því. 21:42 Hyypia enn og aftur hættulegur, klárlega hættulegasti leikmaður Liverpool sóknarlega í þessum leik. Um sjö mínútur eru eftir af venjulegum leiktíma. Fáum við ekkert mark? Brynjar Björn Gunnarsson er kominn inn sem varamaður í leik Reading og Coventry. 21:37 Reading - Coventry 3-1Noel Hunt að skora sitt annað mark og innsigla sigur Reading. Aron Einar Gunnarsson er farinn af velli hjá Coventry en hann hafði nælt sér í gult spjald í fyrri hálfleik og var síðan skipt af velli í þeim síðari. 21:28 David Ngog kominn inn sem varamaður fyrir Robbie Keane. „Skiljanlegt. Keane ekki staðið undir væntingum í kvöld," segir Guðmundur Benediktsson sem lýsir leiknum á Stöð 2 Sport. West Ham var nálægt því að skora rétt áðan þegar Carlton Cole skallaði rétt framhjá eftir hornspyrnu. 21:16 Benayoun fékk mjög gott færi þegar boltinn barst til hans í teignum og átti Ísraelsmaðurinn gott skot. Robert Green varði hinsvegar frábærlega í markinu. 21:09 Seinni hálfleikur er farinn af stað og um 5 mínútur liðnar af honum án þess að nokkuð markvert hafi gerst á þeim tíma. Engar breytingar voru gerðar á liðunum í hálfleik. 20:48 Kominn hálfleikur á Anfield. Markalaust. Liverpool mun sterkara liðið á vellinum og Hyypia búinn að fá bestu færin. En bestu tilraunina átti Bellamy þegar hann þrumaði í stöngina. 20:43 Craig Bellamy með hörkuskot í innanverða stöngina á marki Liverpool! Þarna mátti engu muna að Bellamy kæmi West Ham yfir gegn sínum gömlu félögum algjörlega gegn gangi leiksins. Það má ekki útiloka West Ham. Reading - Coventry 2-1 Kalifa Cisse hefur komið Reading yfir fimm mínútum eftir að Hunt jafnaði. Hörkuleikur í Coca Cola deildinni. 20:39 Reading - Coventry 1-1Noel Hunt hefur jafnað fyrir Reading. Liverpool er 86% með boltann. Það segir það sem segja þarf. Átta mínútur til hálfleiks. 20:29 West Ham má teljast heppið að vera ekki lent undir. Carlton Cole bjargaði á marklínu áðan eftir skalla frá Hyypia. Stefnir í langt kvöld hjá lærisveinum Gianfranco Zola ef þeir ætla að halda áfram á þessari braut. Reading - Coventry 0-1Daniel Fox búinn að koma Coventry yfir með marki beint úr aukaspyrnu. 20:20 Liverpool búið að fá tvö góð færi. Riera kom boltanum framhjá Green markverði en Collins kom til bjargar og hindraði að hann færi í netið. Stuttu seinna skallaði Hyypia naumlega yfir eftir hornspyrnu. 20:13 Þetta fer fremur rólega af stað og ekkert alvöru færi á fyrstu 10 mínútunum en heimamenn mun meira með boltann. Liverpool vildi fá dæmda hendi á Ilunga innan teigs en dómarinn dæmdi ekkert. 20:02 Leikurinn er farinn af stað á Anfield. Athygli vekur að George Gillett, annar af eigendum Liverpool, er á meðal gesta en hann hefur ekki mætt á völlinn síðan Liverpool vann Manchester United. 19:50 Við munum einnig fylgjast með gangi mála í Íslendingaslag Reading og Coventry í ensku 1. deildinni sem hefst einnig klukkan 20. Ívar Ingimarsson er í byrjunarliði Reading en Brynjar Björn Gunnarsson á bekknum. Aron Einar Gunnarsson er í byrjunarliði Coventry.19:45 Byrjunarlið Liverpool: Reina, Arbeloa, Carragher, Hyypia, Dossena, Benayoun, Gerrard, Alonso, Riera, Kuyt, Keane. (Varamenn: Cavalieri, Agger, Babel, Mascherano, Leiva Lucas, Insua, Ngog) Byrjunarlið West Ham: Green, Neill, Collins, Upson, Ilunga, Faubert, Parker, Mullins, Behrami, Bellamy, Cole. (Varamenn: Boa Morte, Noble,Lastuvka, Tristan, Davenport, Collison, Di Michele) Enski boltinn Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Goðsögn fallin frá Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti „Ég elska peninga“ Sport Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Sjá meira
Liverpool er með eins stigs forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir markalaust jafntefli gegn West Ham í kvöld. Úrslitin eru þó klárlega vonbrigði fyrir Liverpool sem var mun sterkara liðið í kvöld. West Ham fékk þó sín færi og til að mynda þá átti Craig Bellamy skot í stöngina í fyrri hálfleik. Leikurinn var í beinni textalýsingu hér á Vísi og má lesa hana í heild sinni hér að neðan. ______________ Liverpool - West Ham 0-0 21:53 Leik lokið - Annað 0-0 jafnteflið í röð á Anfield. Ryan Babel átti stórhættulegt skot í viðbótartímanum en naumlega framhjá. Þá átti West Ham einnig hættulega sókn en niðurstaðan markalaust jafntefli. 21:49 Dirk Kuyt fékk gott færi en Robert Green varði. Hinumegin fékk Luis Boa Morte fínt færi en skotið var arfadapurt. Venjulegum leiktíma er lokið. 21:45 „Á ég að trúa því að hann hafi fengið boltann í höndina? Já hann gerði það. Ég er sannfærður um að þetta sé heimsmet," segir Guðmundur Benediktsson. Ilunga hefur fengið knöttinn það oft í höndina í leiknum að ég er hættur að hafa tölu á því. 21:42 Hyypia enn og aftur hættulegur, klárlega hættulegasti leikmaður Liverpool sóknarlega í þessum leik. Um sjö mínútur eru eftir af venjulegum leiktíma. Fáum við ekkert mark? Brynjar Björn Gunnarsson er kominn inn sem varamaður í leik Reading og Coventry. 21:37 Reading - Coventry 3-1Noel Hunt að skora sitt annað mark og innsigla sigur Reading. Aron Einar Gunnarsson er farinn af velli hjá Coventry en hann hafði nælt sér í gult spjald í fyrri hálfleik og var síðan skipt af velli í þeim síðari. 21:28 David Ngog kominn inn sem varamaður fyrir Robbie Keane. „Skiljanlegt. Keane ekki staðið undir væntingum í kvöld," segir Guðmundur Benediktsson sem lýsir leiknum á Stöð 2 Sport. West Ham var nálægt því að skora rétt áðan þegar Carlton Cole skallaði rétt framhjá eftir hornspyrnu. 21:16 Benayoun fékk mjög gott færi þegar boltinn barst til hans í teignum og átti Ísraelsmaðurinn gott skot. Robert Green varði hinsvegar frábærlega í markinu. 21:09 Seinni hálfleikur er farinn af stað og um 5 mínútur liðnar af honum án þess að nokkuð markvert hafi gerst á þeim tíma. Engar breytingar voru gerðar á liðunum í hálfleik. 20:48 Kominn hálfleikur á Anfield. Markalaust. Liverpool mun sterkara liðið á vellinum og Hyypia búinn að fá bestu færin. En bestu tilraunina átti Bellamy þegar hann þrumaði í stöngina. 20:43 Craig Bellamy með hörkuskot í innanverða stöngina á marki Liverpool! Þarna mátti engu muna að Bellamy kæmi West Ham yfir gegn sínum gömlu félögum algjörlega gegn gangi leiksins. Það má ekki útiloka West Ham. Reading - Coventry 2-1 Kalifa Cisse hefur komið Reading yfir fimm mínútum eftir að Hunt jafnaði. Hörkuleikur í Coca Cola deildinni. 20:39 Reading - Coventry 1-1Noel Hunt hefur jafnað fyrir Reading. Liverpool er 86% með boltann. Það segir það sem segja þarf. Átta mínútur til hálfleiks. 20:29 West Ham má teljast heppið að vera ekki lent undir. Carlton Cole bjargaði á marklínu áðan eftir skalla frá Hyypia. Stefnir í langt kvöld hjá lærisveinum Gianfranco Zola ef þeir ætla að halda áfram á þessari braut. Reading - Coventry 0-1Daniel Fox búinn að koma Coventry yfir með marki beint úr aukaspyrnu. 20:20 Liverpool búið að fá tvö góð færi. Riera kom boltanum framhjá Green markverði en Collins kom til bjargar og hindraði að hann færi í netið. Stuttu seinna skallaði Hyypia naumlega yfir eftir hornspyrnu. 20:13 Þetta fer fremur rólega af stað og ekkert alvöru færi á fyrstu 10 mínútunum en heimamenn mun meira með boltann. Liverpool vildi fá dæmda hendi á Ilunga innan teigs en dómarinn dæmdi ekkert. 20:02 Leikurinn er farinn af stað á Anfield. Athygli vekur að George Gillett, annar af eigendum Liverpool, er á meðal gesta en hann hefur ekki mætt á völlinn síðan Liverpool vann Manchester United. 19:50 Við munum einnig fylgjast með gangi mála í Íslendingaslag Reading og Coventry í ensku 1. deildinni sem hefst einnig klukkan 20. Ívar Ingimarsson er í byrjunarliði Reading en Brynjar Björn Gunnarsson á bekknum. Aron Einar Gunnarsson er í byrjunarliði Coventry.19:45 Byrjunarlið Liverpool: Reina, Arbeloa, Carragher, Hyypia, Dossena, Benayoun, Gerrard, Alonso, Riera, Kuyt, Keane. (Varamenn: Cavalieri, Agger, Babel, Mascherano, Leiva Lucas, Insua, Ngog) Byrjunarlið West Ham: Green, Neill, Collins, Upson, Ilunga, Faubert, Parker, Mullins, Behrami, Bellamy, Cole. (Varamenn: Boa Morte, Noble,Lastuvka, Tristan, Davenport, Collison, Di Michele)
Enski boltinn Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Goðsögn fallin frá Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti „Ég elska peninga“ Sport Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Sjá meira