Markalaust hjá Liverpool og West Ham Elvar Geir Magnússon skrifar 1. desember 2008 19:45 Úr leiknum í kvöld. Liverpool er með eins stigs forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir markalaust jafntefli gegn West Ham í kvöld. Úrslitin eru þó klárlega vonbrigði fyrir Liverpool sem var mun sterkara liðið í kvöld. West Ham fékk þó sín færi og til að mynda þá átti Craig Bellamy skot í stöngina í fyrri hálfleik. Leikurinn var í beinni textalýsingu hér á Vísi og má lesa hana í heild sinni hér að neðan. ______________ Liverpool - West Ham 0-0 21:53 Leik lokið - Annað 0-0 jafnteflið í röð á Anfield. Ryan Babel átti stórhættulegt skot í viðbótartímanum en naumlega framhjá. Þá átti West Ham einnig hættulega sókn en niðurstaðan markalaust jafntefli. 21:49 Dirk Kuyt fékk gott færi en Robert Green varði. Hinumegin fékk Luis Boa Morte fínt færi en skotið var arfadapurt. Venjulegum leiktíma er lokið. 21:45 „Á ég að trúa því að hann hafi fengið boltann í höndina? Já hann gerði það. Ég er sannfærður um að þetta sé heimsmet," segir Guðmundur Benediktsson. Ilunga hefur fengið knöttinn það oft í höndina í leiknum að ég er hættur að hafa tölu á því. 21:42 Hyypia enn og aftur hættulegur, klárlega hættulegasti leikmaður Liverpool sóknarlega í þessum leik. Um sjö mínútur eru eftir af venjulegum leiktíma. Fáum við ekkert mark? Brynjar Björn Gunnarsson er kominn inn sem varamaður í leik Reading og Coventry. 21:37 Reading - Coventry 3-1Noel Hunt að skora sitt annað mark og innsigla sigur Reading. Aron Einar Gunnarsson er farinn af velli hjá Coventry en hann hafði nælt sér í gult spjald í fyrri hálfleik og var síðan skipt af velli í þeim síðari. 21:28 David Ngog kominn inn sem varamaður fyrir Robbie Keane. „Skiljanlegt. Keane ekki staðið undir væntingum í kvöld," segir Guðmundur Benediktsson sem lýsir leiknum á Stöð 2 Sport. West Ham var nálægt því að skora rétt áðan þegar Carlton Cole skallaði rétt framhjá eftir hornspyrnu. 21:16 Benayoun fékk mjög gott færi þegar boltinn barst til hans í teignum og átti Ísraelsmaðurinn gott skot. Robert Green varði hinsvegar frábærlega í markinu. 21:09 Seinni hálfleikur er farinn af stað og um 5 mínútur liðnar af honum án þess að nokkuð markvert hafi gerst á þeim tíma. Engar breytingar voru gerðar á liðunum í hálfleik. 20:48 Kominn hálfleikur á Anfield. Markalaust. Liverpool mun sterkara liðið á vellinum og Hyypia búinn að fá bestu færin. En bestu tilraunina átti Bellamy þegar hann þrumaði í stöngina. 20:43 Craig Bellamy með hörkuskot í innanverða stöngina á marki Liverpool! Þarna mátti engu muna að Bellamy kæmi West Ham yfir gegn sínum gömlu félögum algjörlega gegn gangi leiksins. Það má ekki útiloka West Ham. Reading - Coventry 2-1 Kalifa Cisse hefur komið Reading yfir fimm mínútum eftir að Hunt jafnaði. Hörkuleikur í Coca Cola deildinni. 20:39 Reading - Coventry 1-1Noel Hunt hefur jafnað fyrir Reading. Liverpool er 86% með boltann. Það segir það sem segja þarf. Átta mínútur til hálfleiks. 20:29 West Ham má teljast heppið að vera ekki lent undir. Carlton Cole bjargaði á marklínu áðan eftir skalla frá Hyypia. Stefnir í langt kvöld hjá lærisveinum Gianfranco Zola ef þeir ætla að halda áfram á þessari braut. Reading - Coventry 0-1Daniel Fox búinn að koma Coventry yfir með marki beint úr aukaspyrnu. 20:20 Liverpool búið að fá tvö góð færi. Riera kom boltanum framhjá Green markverði en Collins kom til bjargar og hindraði að hann færi í netið. Stuttu seinna skallaði Hyypia naumlega yfir eftir hornspyrnu. 20:13 Þetta fer fremur rólega af stað og ekkert alvöru færi á fyrstu 10 mínútunum en heimamenn mun meira með boltann. Liverpool vildi fá dæmda hendi á Ilunga innan teigs en dómarinn dæmdi ekkert. 20:02 Leikurinn er farinn af stað á Anfield. Athygli vekur að George Gillett, annar af eigendum Liverpool, er á meðal gesta en hann hefur ekki mætt á völlinn síðan Liverpool vann Manchester United. 19:50 Við munum einnig fylgjast með gangi mála í Íslendingaslag Reading og Coventry í ensku 1. deildinni sem hefst einnig klukkan 20. Ívar Ingimarsson er í byrjunarliði Reading en Brynjar Björn Gunnarsson á bekknum. Aron Einar Gunnarsson er í byrjunarliði Coventry.19:45 Byrjunarlið Liverpool: Reina, Arbeloa, Carragher, Hyypia, Dossena, Benayoun, Gerrard, Alonso, Riera, Kuyt, Keane. (Varamenn: Cavalieri, Agger, Babel, Mascherano, Leiva Lucas, Insua, Ngog) Byrjunarlið West Ham: Green, Neill, Collins, Upson, Ilunga, Faubert, Parker, Mullins, Behrami, Bellamy, Cole. (Varamenn: Boa Morte, Noble,Lastuvka, Tristan, Davenport, Collison, Di Michele) Enski boltinn Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Sjá meira
Liverpool er með eins stigs forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir markalaust jafntefli gegn West Ham í kvöld. Úrslitin eru þó klárlega vonbrigði fyrir Liverpool sem var mun sterkara liðið í kvöld. West Ham fékk þó sín færi og til að mynda þá átti Craig Bellamy skot í stöngina í fyrri hálfleik. Leikurinn var í beinni textalýsingu hér á Vísi og má lesa hana í heild sinni hér að neðan. ______________ Liverpool - West Ham 0-0 21:53 Leik lokið - Annað 0-0 jafnteflið í röð á Anfield. Ryan Babel átti stórhættulegt skot í viðbótartímanum en naumlega framhjá. Þá átti West Ham einnig hættulega sókn en niðurstaðan markalaust jafntefli. 21:49 Dirk Kuyt fékk gott færi en Robert Green varði. Hinumegin fékk Luis Boa Morte fínt færi en skotið var arfadapurt. Venjulegum leiktíma er lokið. 21:45 „Á ég að trúa því að hann hafi fengið boltann í höndina? Já hann gerði það. Ég er sannfærður um að þetta sé heimsmet," segir Guðmundur Benediktsson. Ilunga hefur fengið knöttinn það oft í höndina í leiknum að ég er hættur að hafa tölu á því. 21:42 Hyypia enn og aftur hættulegur, klárlega hættulegasti leikmaður Liverpool sóknarlega í þessum leik. Um sjö mínútur eru eftir af venjulegum leiktíma. Fáum við ekkert mark? Brynjar Björn Gunnarsson er kominn inn sem varamaður í leik Reading og Coventry. 21:37 Reading - Coventry 3-1Noel Hunt að skora sitt annað mark og innsigla sigur Reading. Aron Einar Gunnarsson er farinn af velli hjá Coventry en hann hafði nælt sér í gult spjald í fyrri hálfleik og var síðan skipt af velli í þeim síðari. 21:28 David Ngog kominn inn sem varamaður fyrir Robbie Keane. „Skiljanlegt. Keane ekki staðið undir væntingum í kvöld," segir Guðmundur Benediktsson sem lýsir leiknum á Stöð 2 Sport. West Ham var nálægt því að skora rétt áðan þegar Carlton Cole skallaði rétt framhjá eftir hornspyrnu. 21:16 Benayoun fékk mjög gott færi þegar boltinn barst til hans í teignum og átti Ísraelsmaðurinn gott skot. Robert Green varði hinsvegar frábærlega í markinu. 21:09 Seinni hálfleikur er farinn af stað og um 5 mínútur liðnar af honum án þess að nokkuð markvert hafi gerst á þeim tíma. Engar breytingar voru gerðar á liðunum í hálfleik. 20:48 Kominn hálfleikur á Anfield. Markalaust. Liverpool mun sterkara liðið á vellinum og Hyypia búinn að fá bestu færin. En bestu tilraunina átti Bellamy þegar hann þrumaði í stöngina. 20:43 Craig Bellamy með hörkuskot í innanverða stöngina á marki Liverpool! Þarna mátti engu muna að Bellamy kæmi West Ham yfir gegn sínum gömlu félögum algjörlega gegn gangi leiksins. Það má ekki útiloka West Ham. Reading - Coventry 2-1 Kalifa Cisse hefur komið Reading yfir fimm mínútum eftir að Hunt jafnaði. Hörkuleikur í Coca Cola deildinni. 20:39 Reading - Coventry 1-1Noel Hunt hefur jafnað fyrir Reading. Liverpool er 86% með boltann. Það segir það sem segja þarf. Átta mínútur til hálfleiks. 20:29 West Ham má teljast heppið að vera ekki lent undir. Carlton Cole bjargaði á marklínu áðan eftir skalla frá Hyypia. Stefnir í langt kvöld hjá lærisveinum Gianfranco Zola ef þeir ætla að halda áfram á þessari braut. Reading - Coventry 0-1Daniel Fox búinn að koma Coventry yfir með marki beint úr aukaspyrnu. 20:20 Liverpool búið að fá tvö góð færi. Riera kom boltanum framhjá Green markverði en Collins kom til bjargar og hindraði að hann færi í netið. Stuttu seinna skallaði Hyypia naumlega yfir eftir hornspyrnu. 20:13 Þetta fer fremur rólega af stað og ekkert alvöru færi á fyrstu 10 mínútunum en heimamenn mun meira með boltann. Liverpool vildi fá dæmda hendi á Ilunga innan teigs en dómarinn dæmdi ekkert. 20:02 Leikurinn er farinn af stað á Anfield. Athygli vekur að George Gillett, annar af eigendum Liverpool, er á meðal gesta en hann hefur ekki mætt á völlinn síðan Liverpool vann Manchester United. 19:50 Við munum einnig fylgjast með gangi mála í Íslendingaslag Reading og Coventry í ensku 1. deildinni sem hefst einnig klukkan 20. Ívar Ingimarsson er í byrjunarliði Reading en Brynjar Björn Gunnarsson á bekknum. Aron Einar Gunnarsson er í byrjunarliði Coventry.19:45 Byrjunarlið Liverpool: Reina, Arbeloa, Carragher, Hyypia, Dossena, Benayoun, Gerrard, Alonso, Riera, Kuyt, Keane. (Varamenn: Cavalieri, Agger, Babel, Mascherano, Leiva Lucas, Insua, Ngog) Byrjunarlið West Ham: Green, Neill, Collins, Upson, Ilunga, Faubert, Parker, Mullins, Behrami, Bellamy, Cole. (Varamenn: Boa Morte, Noble,Lastuvka, Tristan, Davenport, Collison, Di Michele)
Enski boltinn Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Sjá meira