Fótbolti

Ali Daei hótar að hætta hjá Íran

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ali Daei, landsliðsþjálfari Íran.
Ali Daei, landsliðsþjálfari Íran. Nordic Photos / AFP
Ali Daei hefur komið fram með harkalega gagnrýni á knattspyrnusamband Írans og hótað því að hætta sem landsliðsþjálfari. Hann er enn að bíða eftir nýjum samningi.

Íran hefur ekki gengið sem skyldi í undankeppni HM og var Ali Daei fenginn til að taka við liðinu í mars síðastliðnum. En svo virðist sem samskipti hans og Ali Kafashian, formanns knattspyrnusambandsins, séu afar slæm.

„Ef Kafashian hefur ekki tíma til að tala við mig um vináttuleiki og samninginn minn, þá er ég ekki laus heldur," sagði Daei í blaðaviðtali. „Ef þetta heldur áfram á þessari braut þá ættu þeir að ráða einhvern sem þeim líkar við."

Fregnir herma að menn innan sambandsins hafi áhyggjur af því að Daei er enn að þjálfa íranskt félagslið og að það dragi athygli hans frá landsliðinu. Forráðamenn sambandsins vilja því frekar bíða þar til tímabilinu lýkur með undirritun nýja samningsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×