Fótbolti

Fylkir mætir lettnesku liði í Intertoto-keppninni

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Kristján Valdimarsson, leikmaður Fylkis.
Kristján Valdimarsson, leikmaður Fylkis.

Fylkir mætir FK Riga í fyrst umferð Intertoto-keppninnar sem hefst helgina 21.-22. júní næstkomandi.

Fyrri leikur liðanna fer fram í Lettlandi en sá síðari hér á landi helgina á eftir.

Ef Fylkir kemst áfram í aðra umferð mætir það annað hvort Bohemian frá Írlandi eða Rhyl frá Wales.

Sigurvegari þess leiks mætir svo sigurvegara leiks þar sem liðið sem hafnar í fjórða sæti í skosku úrvalsdeildinni mætir annað hvort færeyska liðinu Havnar Bóltfelag eða Elfsborg frá Svíþjóð.

Helgi Valur Daníelsson leikur með síðastnefnda félaginu og sem stendur er Dundee United í fjórða sæti skosku úrvalsdeildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×