Fótbolti

Síðasti heimaleikurinn var gegn Íslandi

Van der Sar lauk keppni í gær
Van der Sar lauk keppni í gær NordicPhotos/GettyImages

Hollenski markvörðurinn Edwin van der Sar hefur gefið það út að hann sé nú endanlega hættur að spila með landsliði sínu eftir að hafa hlaupið í skarðið í haust.

Mikil meiðsli í herbúðum hollenska liðsins urðu ti þess að Bert van Marwijk kallaði á gamla refinn til að bjarga liðinu og stóð United-markvörðurinn milli stanganna í leikjum Hollendinga við okkur Íslendinga og gegn Norðmönnum í gær.

Hinn 38 ára gamli Van der Sar er nú endanlega hættur með landsliðinu og ætlar að einbeita sér að því að spila með Manchester United. Hann spilaði 130 landsleiki á ferlinum og hélt hreinu í þeim síðasta.

"Ég vissi að þetta yrði síðasti leikurinn minn og það var mun betra að klára svona með sigri en þegar við töpuðum gegn Rússum á EM," sagði Van der Sar.

Hann var spurður að því hvort það kæmi til greina að hann sneri aftur á HM 2010 ef Hollendingar komast þangað.

"Klárlega, en þá sem ferðamaður," sagði hann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×