Skítatúr Spocks í spinningsal 27. nóvember 2008 07:00 Dr. Spock passaði furðu vel við sveitt fólk á spinninghjólum. Fréttablaðið/Anton Hljómsveitin Dr. Spock var á framandlegum slóðum í hádeginu í gær þegar hún hélt útgáfutónleikana sína í spinningsal Sporthússins í Kópavogi. Múgur og margmenni svitnuðu við grjóthart rokkið með gula hanska á höndunum. Voru gestir ekki bara aumir í afturendanum eins og vanalega eftir spinningtíma heldur flestir með hvínandi són í eyrunum líka. „Þetta var frábærlega skemmtilegt," sagði Óttarr Proppé, sem útilokar ekki frekari spilamennsku fyrir líkamsræktarfólk. Verið var að kynna aðra breiðskífu Spocksins í fullri lengd, Falcon Christ. Fyrsta upplag plötunnar inniheldur auka DVD-disk með tónleikum Dr. Spock á Nasa á Iceland Airwaves í fyrra. Þetta voru fyrstu tónleikarnir í svokölluðum Skítatúr sem hljómsveitin fer með sveitunum Agent Fresco og Slugs. Báðar þessar sveitir gefa nú út sínar fyrstu plötur. Í kvöld spila sveitirnar á Laugarvatni. Á föstudagskvöldið verða þær á Paddy's í Keflavík og á laugardagskvöldið í félagsmiðstöðinni X-ið á Stykkishólmi. Skítatúrnum lýkur svo í Bíóhöllinni á Akranesi á sunnudagskvöldið. Mest lesið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Hljómsveitin Dr. Spock var á framandlegum slóðum í hádeginu í gær þegar hún hélt útgáfutónleikana sína í spinningsal Sporthússins í Kópavogi. Múgur og margmenni svitnuðu við grjóthart rokkið með gula hanska á höndunum. Voru gestir ekki bara aumir í afturendanum eins og vanalega eftir spinningtíma heldur flestir með hvínandi són í eyrunum líka. „Þetta var frábærlega skemmtilegt," sagði Óttarr Proppé, sem útilokar ekki frekari spilamennsku fyrir líkamsræktarfólk. Verið var að kynna aðra breiðskífu Spocksins í fullri lengd, Falcon Christ. Fyrsta upplag plötunnar inniheldur auka DVD-disk með tónleikum Dr. Spock á Nasa á Iceland Airwaves í fyrra. Þetta voru fyrstu tónleikarnir í svokölluðum Skítatúr sem hljómsveitin fer með sveitunum Agent Fresco og Slugs. Báðar þessar sveitir gefa nú út sínar fyrstu plötur. Í kvöld spila sveitirnar á Laugarvatni. Á föstudagskvöldið verða þær á Paddy's í Keflavík og á laugardagskvöldið í félagsmiðstöðinni X-ið á Stykkishólmi. Skítatúrnum lýkur svo í Bíóhöllinni á Akranesi á sunnudagskvöldið.
Mest lesið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira