Mamma og pabbi hjálpa 27. nóvember 2008 01:45 Semur lögin, syngur og spilar á gítar á sinni fyrstu plötu, See you in dreamland. „Ég er búin að vera að syngja í þrjú fjögur ár," segir Elín Eyþórsdóttir átján ára sem hefur gefið út sína fyrstu plötu, See you in dreamland. „Ég söng fyrst á kaffi Hljómalind þegar ég sá að maður gæti troðið þar upp og lét bara mína nánustu vita. Þar söng ég frumsamin lög og spilaði á gítar, sem ég var þá að byrja að læra á. Mamma og pabbi reyndu svo að koma mér á framfæri í einhverjum afmælum hjá ættingjum," útskýrir Elín sem á ekki langt að sækja tónlistarhæfileikana því hún er dóttir söngkonunnar Ellenar Kristjánsdóttur og tónlistarmannsins Eyþórs Gunnarssonar. Aðspurð segist hún ekki upplifa það sem pressu og segist njóta mikils stuðnings foreldra sinna. „Mamma og pabbi hafa alveg stutt mig í þessu og það er væri ekki hægt að ímynda sér betri foreldra í þessari stöðu," segir Elín. „Á plötunni er átta lög eftir mig og tvö bónus lög sem eru upptökur af þekktum lögum sem ég söng á Q-bar með blúsbandinu Köttum. Eitt laganna samdi ég með vinkonu minni Myrru Rós Þrastardóttur sem teiknaði einnig myndina framan á plötuumslagið og svo söng Sigga systir mín bakraddir," bætir hún við og segist ánægð með viðtökurnar sem diskurinn hefur fengið. „Nú erum við að vinna í að koma honum á fleiri staði," segir Elín sem heldur á Vestfirði í næsta mánuði og spilar á Café Rosenberg 5. og 6. desember. Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Fannar og Jói böðuðu hvor annan Lífið Fleiri fréttir Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
„Ég er búin að vera að syngja í þrjú fjögur ár," segir Elín Eyþórsdóttir átján ára sem hefur gefið út sína fyrstu plötu, See you in dreamland. „Ég söng fyrst á kaffi Hljómalind þegar ég sá að maður gæti troðið þar upp og lét bara mína nánustu vita. Þar söng ég frumsamin lög og spilaði á gítar, sem ég var þá að byrja að læra á. Mamma og pabbi reyndu svo að koma mér á framfæri í einhverjum afmælum hjá ættingjum," útskýrir Elín sem á ekki langt að sækja tónlistarhæfileikana því hún er dóttir söngkonunnar Ellenar Kristjánsdóttur og tónlistarmannsins Eyþórs Gunnarssonar. Aðspurð segist hún ekki upplifa það sem pressu og segist njóta mikils stuðnings foreldra sinna. „Mamma og pabbi hafa alveg stutt mig í þessu og það er væri ekki hægt að ímynda sér betri foreldra í þessari stöðu," segir Elín. „Á plötunni er átta lög eftir mig og tvö bónus lög sem eru upptökur af þekktum lögum sem ég söng á Q-bar með blúsbandinu Köttum. Eitt laganna samdi ég með vinkonu minni Myrru Rós Þrastardóttur sem teiknaði einnig myndina framan á plötuumslagið og svo söng Sigga systir mín bakraddir," bætir hún við og segist ánægð með viðtökurnar sem diskurinn hefur fengið. „Nú erum við að vinna í að koma honum á fleiri staði," segir Elín sem heldur á Vestfirði í næsta mánuði og spilar á Café Rosenberg 5. og 6. desember.
Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Fannar og Jói böðuðu hvor annan Lífið Fleiri fréttir Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira