Enski boltinn

Laursen framlengir við Villa

Laursen hefur átt við þrálát meiðsli að stríða síðustu ár en hefur verið frábær í vetur
Laursen hefur átt við þrálát meiðsli að stríða síðustu ár en hefur verið frábær í vetur NordicPhotos/GettyImages

Danski varnarjaxlinn Martin Laursen hefur samþykkt að skrifa undir nýjan samning við Aston Villa sem gildir til rúmlega tveggja ára. Hinn þrítugi Laursen hefur verið í frábæru formi með Villa í vetur og er búinn að skora sex mörk. Hann mun líklega skrifa undir á morgun.

Þegar ég kom hingað fyrst var hann haltrandi um og ég verð að segja að ég átti ekki von á því að hann ætti framtíð fyrir sér í úrvalsdeildinni. Annað hefur heldur betur komið á daginn og hann hefur verið stórkostlegur í vetur," sagði Martin O´Neill stjóri Aston Villa. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×