Enski boltinn

Tvíburarnir hefja æfingar með United

AFP

Brasilísku tvíburarnir Fabio og Rafael eru nú við það að hefja æfingar með Manchester United eftir að félagið kom auga á þá fyrst fyrir tveimur árum. Þeir koma frá liði Fluminese og eru bakverðir.

Alex Ferguson og félagar sáu til þeirra á æfingamóti í Hong Kong og var ekki lengi að tryggja sér þjónustu þessara efnilegu varnarmanna. Þeir fóru til Englands til reynslu og tryggðu sér samning hjá félaginu. Þeir eru 17 ára gamlir, Rafael er hægri bakvörður og Fabio vinstri bakvörður.

Þeir eru í reglulegu sambandi við félaga sinn Alexandre Pato sem sló í gegn hjá AC Milan með því að skora í sínum fyrsta leik í vikunni og dreymir þá bræður um að ná viðlíka árangri á Englandi.

Þeir geta ekki spilað með United fyrr en í sumar þegar þeir verða orðnir átján ára gamlir og til greina kemur að þeir fái að spreyta sig með Ólympíuliði Brasilíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×