Tvíleikur á nýjum diskum 18. desember 2008 04:00 Guðrún og Javier. Mynd Smekkleysa Þessa dagana er mikill viðgangur í útgáfu tónlistar og það eru ekki bara kórarnir, heldur líka bílskúrsböndin, einyrkjar og tvíeykin. Margir hafa lítil efni til að standa fyrir veigamiklum auglýsingum enda upplögin oft lítil. Í diskaflóðinu þessa dagana eru meðal annars þrír nýir diskar með tvíleik sem lágt fara. Þær stöllur Laufey Sigurðardóttir og Elísabet Waage gáfu nýlega út tónlist eftir ýmsa sem samin er fyrir fiðlu og hörpu. Safnið kalla þær Serena og standa þær sjálfar fyrir útgáfunni. Á disknum er meðal annars að finna verkin Serena eftir Leif Þórarinsson og Haustlauf eftir Mist Þorkelsdóttur sem voru sérstaklega samin fyrir flytjendurna. Hin verkin á diskinum eru eftir eldri meistara; Boieldieu, Spohr og Rossini. Upptöku stjórnaði Halldór Víkingsson og Smekkleysa sér um dreifingu. Laufey og Elísabet hafa starfað saman um langa hríð og leikið saman bæði í Hollandi og á Íslandi. Í sumar léku þær á 10. alheimsþingi hörpuleikara sem haldið var í Amsterdam. Geisladiskurinn Mitt er þitt - íslensk og spænsk sönglög með Guðrúnu Jóhönnu Ólafsdóttur mezzósópransöngkonu og spænska gítarleikaranum Francisco Javier Jáuregui, er að koma út hjá 12 Tónum. Þau hjón hafa haldið tónleika í fjölmörgum löndum á liðnum árum með margs konar tónlist frá ólíkum löndum, en hafa alltaf haft að minnsta kosti nokkur íslensk og spænsk lög með á efnisskránni. Á Mitt er þitt hafa þau valið þjóðlög og önnur sönglög sem þeim eru sérstaklega kær frá heimalöndum sínum. Á fyrra helmingi geisladisksins eru íslensk þjóðlög útsett af Javier, Vísur Vatnsenda-Rósu og Hjá lygnri móðu eftir Jón Ásgeirsson, Erla, góða Erla og Sofðu, sofðu góði eftir Sigvalda Kaldalóns og frumupptaka lagsins Síðasti strætó fer korter í eitt, sem þau Guðrún og Javier sömdu við ljóð Kristjáns Þórðar Hrafnssonar. Er fróðlegt að heyra hvernig aðkoma Navarra-mannsins er að íslenskum stefjum. Spænski helmingur disksins inniheldur þjóðlög í útsetningum Federico García Lorca og Graciano Tarragó, lög fyrir rödd og gítar eftir Joaquín Rodrigo og Federico Moreno Torroba og nýja útsetningu eftir Javier á hinu ástkæra katalónska þjóðlagi El cant dels ocells (Söngur fuglanna). Tóndæmi af disknum: http://www.myspace.com/gudrunolafsdottir. Til að fagna útkomu disksins ætla þau Guðrún Jóhanna og Francisco að flytja lögin af disknum í Langholtskirkju á fimmtudagskvöld kl. 20.00. Fer miðasala fram á midi.is, http://midi.is. Fyrr í haust sendu þau Guðrún S. Birgisdóttir og Martial Nardeau frá sér diskinn Hlið við hlið, safn af íslenskri flaututónlist. Þar er að finna hljóðritanir af verkum fyrir flautu eftir Mist Þorkelsdóttur, Snorra Sigfús Birgisson, Finn Torfa Stefánsson, Karólínu Eiríksdóttur, Þorkel Sigurbjörnsson og Hilmar Þórðarson. Með þessum útgáfum bætist enn í aðgengilegt safn íslenskra þjóðlaga og verka af erlendum stofn. Diskarnir eru allir fáanlegir í betri hljómplötudeildum. pbb@frettabladid.is Mest lesið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Menning Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Fleiri fréttir Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Þessa dagana er mikill viðgangur í útgáfu tónlistar og það eru ekki bara kórarnir, heldur líka bílskúrsböndin, einyrkjar og tvíeykin. Margir hafa lítil efni til að standa fyrir veigamiklum auglýsingum enda upplögin oft lítil. Í diskaflóðinu þessa dagana eru meðal annars þrír nýir diskar með tvíleik sem lágt fara. Þær stöllur Laufey Sigurðardóttir og Elísabet Waage gáfu nýlega út tónlist eftir ýmsa sem samin er fyrir fiðlu og hörpu. Safnið kalla þær Serena og standa þær sjálfar fyrir útgáfunni. Á disknum er meðal annars að finna verkin Serena eftir Leif Þórarinsson og Haustlauf eftir Mist Þorkelsdóttur sem voru sérstaklega samin fyrir flytjendurna. Hin verkin á diskinum eru eftir eldri meistara; Boieldieu, Spohr og Rossini. Upptöku stjórnaði Halldór Víkingsson og Smekkleysa sér um dreifingu. Laufey og Elísabet hafa starfað saman um langa hríð og leikið saman bæði í Hollandi og á Íslandi. Í sumar léku þær á 10. alheimsþingi hörpuleikara sem haldið var í Amsterdam. Geisladiskurinn Mitt er þitt - íslensk og spænsk sönglög með Guðrúnu Jóhönnu Ólafsdóttur mezzósópransöngkonu og spænska gítarleikaranum Francisco Javier Jáuregui, er að koma út hjá 12 Tónum. Þau hjón hafa haldið tónleika í fjölmörgum löndum á liðnum árum með margs konar tónlist frá ólíkum löndum, en hafa alltaf haft að minnsta kosti nokkur íslensk og spænsk lög með á efnisskránni. Á Mitt er þitt hafa þau valið þjóðlög og önnur sönglög sem þeim eru sérstaklega kær frá heimalöndum sínum. Á fyrra helmingi geisladisksins eru íslensk þjóðlög útsett af Javier, Vísur Vatnsenda-Rósu og Hjá lygnri móðu eftir Jón Ásgeirsson, Erla, góða Erla og Sofðu, sofðu góði eftir Sigvalda Kaldalóns og frumupptaka lagsins Síðasti strætó fer korter í eitt, sem þau Guðrún og Javier sömdu við ljóð Kristjáns Þórðar Hrafnssonar. Er fróðlegt að heyra hvernig aðkoma Navarra-mannsins er að íslenskum stefjum. Spænski helmingur disksins inniheldur þjóðlög í útsetningum Federico García Lorca og Graciano Tarragó, lög fyrir rödd og gítar eftir Joaquín Rodrigo og Federico Moreno Torroba og nýja útsetningu eftir Javier á hinu ástkæra katalónska þjóðlagi El cant dels ocells (Söngur fuglanna). Tóndæmi af disknum: http://www.myspace.com/gudrunolafsdottir. Til að fagna útkomu disksins ætla þau Guðrún Jóhanna og Francisco að flytja lögin af disknum í Langholtskirkju á fimmtudagskvöld kl. 20.00. Fer miðasala fram á midi.is, http://midi.is. Fyrr í haust sendu þau Guðrún S. Birgisdóttir og Martial Nardeau frá sér diskinn Hlið við hlið, safn af íslenskri flaututónlist. Þar er að finna hljóðritanir af verkum fyrir flautu eftir Mist Þorkelsdóttur, Snorra Sigfús Birgisson, Finn Torfa Stefánsson, Karólínu Eiríksdóttur, Þorkel Sigurbjörnsson og Hilmar Þórðarson. Með þessum útgáfum bætist enn í aðgengilegt safn íslenskra þjóðlaga og verka af erlendum stofn. Diskarnir eru allir fáanlegir í betri hljómplötudeildum. pbb@frettabladid.is
Mest lesið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Menning Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Fleiri fréttir Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“