Árituðu ólöglegar plötur 13. nóvember 2008 03:15 Hljómsveitin Mezzoforte, sem hefur verið starfandi í 31 ár, er nýkomin heim frá Hvíta-Rússlandi. Hljómsveitin Mezzoforte er nýkomin heim frá Minsk í Hvíta-Rússlandi þar sem hún spilaði í fyrsta sinn á ferli sínum. Tónleikahöllin í borginni tekur tvö þúsund manns í sæti og var fullt út úr dyrum. „Þetta var alveg frábært. Þetta er nýjasta landið í safnið hjá okkur. Þau hafa verið að bætast við, austantjaldslöndin, eitt af öðru sem við komumst aldrei til í gamla daga vegna járntjaldsins," segir Eyþór Gunnarsson, meðlimur Mezzoforte. „Það voru rosafínar viðtökur sem við fengum. Við erum alltaf svolítið hissa að koma til nýrra landa og átta okkur á því hvað þetta hefur farið víða." Að sögn Eyþórs biðu aðdáendur Mezzoforte í löngum biðröðum eftir tónleikana til að fá eiginhandaráritanir hjá þeim. Margir voru með ólöglegar bootleg-útgáfur af plötum sveitarinnar, sem þeir árituðu engu að síður. „Fólkið er ónæmt fyrir þessu og finnst þetta bara eðlilegt. Það kemur bara með bootleg-plöturnar og finnst það eðlilegt." Tónleikarnir í Hvíta-Rússlandi voru þeir síðustu í tónleikaferð Mezzoforte til að kynna nýjan DVD-mynddisk sem var tekinn upp á afmælistónleikum í Borgarleikhúsinu í fyrra. Þar lék tíu manna viðhafnarútgáfa af sveitinni tuttugu lög á tveggja tíma tónleikum. Næstu tónleikar Mezzoforte erlendis eru fyrirhugaðir í Þýskalandi í mars á næsta ári og þangað til fá þeir félagar góðan tíma til að hlaða batteríin. - fb Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Oblivion Remastered: Nostalgían lifir góðu lífi Leikjavísir Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Hljómsveitin Mezzoforte er nýkomin heim frá Minsk í Hvíta-Rússlandi þar sem hún spilaði í fyrsta sinn á ferli sínum. Tónleikahöllin í borginni tekur tvö þúsund manns í sæti og var fullt út úr dyrum. „Þetta var alveg frábært. Þetta er nýjasta landið í safnið hjá okkur. Þau hafa verið að bætast við, austantjaldslöndin, eitt af öðru sem við komumst aldrei til í gamla daga vegna járntjaldsins," segir Eyþór Gunnarsson, meðlimur Mezzoforte. „Það voru rosafínar viðtökur sem við fengum. Við erum alltaf svolítið hissa að koma til nýrra landa og átta okkur á því hvað þetta hefur farið víða." Að sögn Eyþórs biðu aðdáendur Mezzoforte í löngum biðröðum eftir tónleikana til að fá eiginhandaráritanir hjá þeim. Margir voru með ólöglegar bootleg-útgáfur af plötum sveitarinnar, sem þeir árituðu engu að síður. „Fólkið er ónæmt fyrir þessu og finnst þetta bara eðlilegt. Það kemur bara með bootleg-plöturnar og finnst það eðlilegt." Tónleikarnir í Hvíta-Rússlandi voru þeir síðustu í tónleikaferð Mezzoforte til að kynna nýjan DVD-mynddisk sem var tekinn upp á afmælistónleikum í Borgarleikhúsinu í fyrra. Þar lék tíu manna viðhafnarútgáfa af sveitinni tuttugu lög á tveggja tíma tónleikum. Næstu tónleikar Mezzoforte erlendis eru fyrirhugaðir í Þýskalandi í mars á næsta ári og þangað til fá þeir félagar góðan tíma til að hlaða batteríin. - fb
Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Oblivion Remastered: Nostalgían lifir góðu lífi Leikjavísir Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira