Innlent

Útilaug við Sundhöllina á skipulag

Einmitt á tíma samdráttar og krepputals eiga menn að láta drauminn rætast um endurbætta Sundhöll Reykjavíkur með útilaug og auðga þannig mannlífið í borginni. Þetta er skoðun arkitektsins sem teiknað hefur viðbygginguna.

Þegar hún var opnuð fyrir rúmum sjötíu árum þótti Sundhöllin eitt veglegasta mannvirki Reykjavíkur. En þrátt fyrir útipotta á svölunum þykir hún ekki svara kröfum nútímans. Fyrir sjö árum fólu Miðborgarsamtökin undir forystu Bolla í Sautján arkitektinum Ívari Erni Guðmundssyni að rissa upp hugmyndir að viðbyggingu með útilaug og hann setti fram þessa lausn sem hefur síðan verið að velkjast í kerfinu.

Rykið var dustað af hugmyndinni í sumar og í síðustu viku ákvað skipulagsráð borgarinnar að taka lóðina frá. En nú er skollin á kreppa og draumur um endurbætta sundlaugarparadís í miðborginni virðist víðsfjarri.

Það er viðkvæmt mál að breyta þessu hugverki Guðjóns Samúelssonar húsameistara því laugin, búningsklefarnir og meira að segja sturturnar í gömlu Sundhöllinni eru friðlýstar.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.