Fótbolti

Katrín: Erum betri en Írar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Marki Katrínar í Frakklandi fagnað.
Marki Katrínar í Frakklandi fagnað. Mynd/Stefán

Katrín Jónsdóttir landsliðsfyrirliði var ánægð með að fá Írland í umspili um laust sæti á EM í Finnlandi á næsta ári.

Dregið var í morgun en Ísland gat mætt Írum, Skotum eða Tékkum. Síðastnefnda þjóðin er án efa sterkari en hinar tvær og var Katrín ánægð með að sleppa við Tékka.

„Ég er fegin að sleppa við þá," sagði Katrín. „Bæði vegna þess að hitt er styttra ferðalag og einnig að Tékkar eru með betra lið en hinar tvær þjóðirnar."

„Reyndar skiptir það litlu máli hvernig liðin eru á pappírnum í svona leikjum en ég tel að við séum með betra lið en Írar. Við verðum samt að koma tilbúnar í leikinn enda ætlum við okkur í þessa úrslitakeppni. Nú þurfum við að taka næsta skref," bætti hún við.

Síðari leikurinn fer fram hér á landi og vonast Katrín til að leikurinn geti farið fram á Laugardalsvelli. „Það verður bara að koma í ljós í hvaða standi Laugardalsvöllurinn verður en sjálfsagt verður gervigrasvöllur hafður til vara."




Tengdar fréttir

Ísland mætir Írlandi í umspilinu

Ísland mætir Írlandi í umspili um laust sæti á EM í Finnlandi sem fer fram á næsta ári. Íslendingar geta vel unað við dráttinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×