Fótbolti

Heskey segir sektina ekki nóg

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Emile Heskey í umræddum landsleik.
Emile Heskey í umræddum landsleik. Nordic Photos / AFP
Emile Heskey tók undir með Rio Ferdinand, félaga sínum í enska landsliðinu, sem sagði FIFA ekki gera nóg í baráttunni gegn kynþáttafordómum.

Heskey mátti þola hróp og köll frá áhorfendum í Króatíu þegar enska landsliðið spilaði þar. Í kjölfarið var króatíska knattspyrnusambandið sektað um 15 þúsund pund.

Ferdinand sagði að FIFA væri með þessu ekki að styðja orð sín með aðgerðum. Heskey tók í sama streng.

„Allir vita að það er ekki nóg að beita sektum," sagði Heskey. „Ég ber virðingu fyrir FIFA en ef þetta gerist aftur verða þeir að grípa til annarra aðgerða. Ætti að draga stig af liðunum? Er það rétta leiðin? Ég veit það ekki."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×