Innlent

Ákvörðun IMF frestað fram á mánudag

Geir Haarde forsætisráðherra.
Geir Haarde forsætisráðherra.

Stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, eða IMF, mun fresta því fram á mánudag að taka fyrir beiðni Íslands um 2 milljarða dala lán frá sjóðnum. Þetta sagði Geir Haarde forsætisráðherra í ræðu sinni á Alþingi fyrir hádegi.

Árni Mathiesen fjármálaráðherra, sagði í óundirbúnum fyrirspurnum á þingi fyrr í dag, að hugsanlegt væri að deilan við Breta og Hollendinga um Icesave-reikninga Landsbankans hefði áhrif á niðurstöðu stjórnar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um lán til Íslendinga.

Upphaflega átti að fjalla um mál Íslands í Alþjóðagjaldeyrissjóðnum í fyrradag en vegna andstöðu Breta og líka Hollendinga var ákvörðuninni frestað til morgundags og svo aftur nú fram yfir helgi.


Tengdar fréttir

IMF samþykkir lán til Úkraínu

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur fallist á að lána Úkraínu 16,4 milljarða dollar, jafnvirði rúmlega tvö þúsund milljarða króna, til þess að koma á stöðugleika í efnahagslífi þjóðarinnar.

Hugsanlegt að Icesave-deila hafi áhrif á niðurstöðu IMF

Hugsanlegt er að deilan við Breta og Hollendinga um Icesave-reikninga Landsbankans hafi áhrif á niðurstöðu stjórnar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um lán til Íslendinga. Þetta sagði Árni Mathiesen fjármálaráðherra í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag.

Óvissa um IMF-lánið

Óvissa ríkir um lánafyrirgreiðslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins til íslenskra stjórnvalda, vegna þess að fulltrúar Breta í sjóðnum setja sem skilyrði fyrir lánveitingunni, að fyrst verði samið við Breta vegna Icesave-reikninganna.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.