Hugsanlegt að Icesave-deila hafi áhrif á niðurstöðu IMF 6. nóvember 2008 10:53 Hugsanlegt er að deilan við Breta og Hollendinga um Icesave-reikninga Landsbankans hafi áhrif á niðurstöðu stjórnar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um lán til Íslendinga. Þetta sagði Árni Mathiesen fjármálaráðherra í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag.Árni Þór Sigurðsson, þingmaður Vinstri - grænna, vakti athygli á því að stjórnvöld vildu ekki greina frá skilmálum samkomulags við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Hafðar hefðu verið uppi getgátur um að í samkomulaginu fælist að gengið yrði frá samkomulagi við Breta og Hollendinga vegna Icesave en því hefðu stjórnvöld vísað á bug.Árni Þór vísaði hins vegar til fundar þingmannanefndar EFTA í Brussel fyrr í vikunni þar sem fram hefði komið að sum aðildarríki nefndarinnar vildu tengja lán sjóðsins við samkomulag við Breta. Þá hefði Barroso, framkvæmdastjóri ESB, sagt Geir H. Haarde forsætisráðherra að Íslendingar gætu fengið lán úr neyðarsjóði ESB gegn því að ganga til samninga við Breta og Hollendinga. Þetta væri að mati Árni fjárkúgun enda væri verið að selja Bretum og Hollendingum sjálfdæmi í málinu.Spurði hann ráðherra hver staðan væri í þessum málum og hvers vegna því hefði verið haldið fram að engin tengsl væru á milli samkomulags um lán Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og lausn deilnanna við Breta og Hollendinga.Ekkert í samkomulagi við IMF um lausn deilumálaÁrni Mathiesen fjármálaráðherra sagði að í samkomulagi sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um lán væru engin skilyrði um lasun í einstökum deilumálum. Því væri hins vegar þannig farið að Bretar og Hollendingar ættu sæti í stjórn sjóðsins og hún ætti erftir að fjalla um samkomulag sendinefndarinnar og Íslendinga. Það mætti því segja að þjóðirnar gætu haft tækifæri til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri sem gæti haft áhrif á hver þeirra afstaða yrði í stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Mögulegt væri að þetta hefði áhrif á niðurstöðu sjóðsins.Árni Þór Sigurðsson sagði að best væri að stjórnvöld afléttu leynd af samkomulaginu við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Hann benti á að fjármálaráðherra hefði ekki svarað því hvað hefði verið rætt á fundi fjármálaráðherra EES-ríkjanna fyrr í vikunni en á heimasíðu ráðsins hefði komið fram að rætt hefði verið um stöðu Íslands lengi.Fjármálaráðherra sagðist skilja að þingmaðurinn vildi upplýsingar um þetta en hins vegar væri það bara þannig að það væri trúnaður á ákveðnum þáttum, þar á meðal samkomulaginu við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og einstökum fundum. Hann teldi það ekki farsælli lausn til framdráttar ef Íslendingar myndu einhliða aflétta trúnaði af einstökum málum. Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Innlent Þingmenn slá Íslandsmet Innlent Fleiri fréttir „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Sjá meira
Hugsanlegt er að deilan við Breta og Hollendinga um Icesave-reikninga Landsbankans hafi áhrif á niðurstöðu stjórnar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um lán til Íslendinga. Þetta sagði Árni Mathiesen fjármálaráðherra í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag.Árni Þór Sigurðsson, þingmaður Vinstri - grænna, vakti athygli á því að stjórnvöld vildu ekki greina frá skilmálum samkomulags við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Hafðar hefðu verið uppi getgátur um að í samkomulaginu fælist að gengið yrði frá samkomulagi við Breta og Hollendinga vegna Icesave en því hefðu stjórnvöld vísað á bug.Árni Þór vísaði hins vegar til fundar þingmannanefndar EFTA í Brussel fyrr í vikunni þar sem fram hefði komið að sum aðildarríki nefndarinnar vildu tengja lán sjóðsins við samkomulag við Breta. Þá hefði Barroso, framkvæmdastjóri ESB, sagt Geir H. Haarde forsætisráðherra að Íslendingar gætu fengið lán úr neyðarsjóði ESB gegn því að ganga til samninga við Breta og Hollendinga. Þetta væri að mati Árni fjárkúgun enda væri verið að selja Bretum og Hollendingum sjálfdæmi í málinu.Spurði hann ráðherra hver staðan væri í þessum málum og hvers vegna því hefði verið haldið fram að engin tengsl væru á milli samkomulags um lán Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og lausn deilnanna við Breta og Hollendinga.Ekkert í samkomulagi við IMF um lausn deilumálaÁrni Mathiesen fjármálaráðherra sagði að í samkomulagi sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um lán væru engin skilyrði um lasun í einstökum deilumálum. Því væri hins vegar þannig farið að Bretar og Hollendingar ættu sæti í stjórn sjóðsins og hún ætti erftir að fjalla um samkomulag sendinefndarinnar og Íslendinga. Það mætti því segja að þjóðirnar gætu haft tækifæri til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri sem gæti haft áhrif á hver þeirra afstaða yrði í stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Mögulegt væri að þetta hefði áhrif á niðurstöðu sjóðsins.Árni Þór Sigurðsson sagði að best væri að stjórnvöld afléttu leynd af samkomulaginu við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Hann benti á að fjármálaráðherra hefði ekki svarað því hvað hefði verið rætt á fundi fjármálaráðherra EES-ríkjanna fyrr í vikunni en á heimasíðu ráðsins hefði komið fram að rætt hefði verið um stöðu Íslands lengi.Fjármálaráðherra sagðist skilja að þingmaðurinn vildi upplýsingar um þetta en hins vegar væri það bara þannig að það væri trúnaður á ákveðnum þáttum, þar á meðal samkomulaginu við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og einstökum fundum. Hann teldi það ekki farsælli lausn til framdráttar ef Íslendingar myndu einhliða aflétta trúnaði af einstökum málum.
Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Innlent Þingmenn slá Íslandsmet Innlent Fleiri fréttir „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Sjá meira
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent