Hugsanlegt að Icesave-deila hafi áhrif á niðurstöðu IMF 6. nóvember 2008 10:53 Hugsanlegt er að deilan við Breta og Hollendinga um Icesave-reikninga Landsbankans hafi áhrif á niðurstöðu stjórnar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um lán til Íslendinga. Þetta sagði Árni Mathiesen fjármálaráðherra í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag.Árni Þór Sigurðsson, þingmaður Vinstri - grænna, vakti athygli á því að stjórnvöld vildu ekki greina frá skilmálum samkomulags við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Hafðar hefðu verið uppi getgátur um að í samkomulaginu fælist að gengið yrði frá samkomulagi við Breta og Hollendinga vegna Icesave en því hefðu stjórnvöld vísað á bug.Árni Þór vísaði hins vegar til fundar þingmannanefndar EFTA í Brussel fyrr í vikunni þar sem fram hefði komið að sum aðildarríki nefndarinnar vildu tengja lán sjóðsins við samkomulag við Breta. Þá hefði Barroso, framkvæmdastjóri ESB, sagt Geir H. Haarde forsætisráðherra að Íslendingar gætu fengið lán úr neyðarsjóði ESB gegn því að ganga til samninga við Breta og Hollendinga. Þetta væri að mati Árni fjárkúgun enda væri verið að selja Bretum og Hollendingum sjálfdæmi í málinu.Spurði hann ráðherra hver staðan væri í þessum málum og hvers vegna því hefði verið haldið fram að engin tengsl væru á milli samkomulags um lán Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og lausn deilnanna við Breta og Hollendinga.Ekkert í samkomulagi við IMF um lausn deilumálaÁrni Mathiesen fjármálaráðherra sagði að í samkomulagi sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um lán væru engin skilyrði um lasun í einstökum deilumálum. Því væri hins vegar þannig farið að Bretar og Hollendingar ættu sæti í stjórn sjóðsins og hún ætti erftir að fjalla um samkomulag sendinefndarinnar og Íslendinga. Það mætti því segja að þjóðirnar gætu haft tækifæri til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri sem gæti haft áhrif á hver þeirra afstaða yrði í stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Mögulegt væri að þetta hefði áhrif á niðurstöðu sjóðsins.Árni Þór Sigurðsson sagði að best væri að stjórnvöld afléttu leynd af samkomulaginu við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Hann benti á að fjármálaráðherra hefði ekki svarað því hvað hefði verið rætt á fundi fjármálaráðherra EES-ríkjanna fyrr í vikunni en á heimasíðu ráðsins hefði komið fram að rætt hefði verið um stöðu Íslands lengi.Fjármálaráðherra sagðist skilja að þingmaðurinn vildi upplýsingar um þetta en hins vegar væri það bara þannig að það væri trúnaður á ákveðnum þáttum, þar á meðal samkomulaginu við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og einstökum fundum. Hann teldi það ekki farsælli lausn til framdráttar ef Íslendingar myndu einhliða aflétta trúnaði af einstökum málum. Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Hugsanlegt er að deilan við Breta og Hollendinga um Icesave-reikninga Landsbankans hafi áhrif á niðurstöðu stjórnar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um lán til Íslendinga. Þetta sagði Árni Mathiesen fjármálaráðherra í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag.Árni Þór Sigurðsson, þingmaður Vinstri - grænna, vakti athygli á því að stjórnvöld vildu ekki greina frá skilmálum samkomulags við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Hafðar hefðu verið uppi getgátur um að í samkomulaginu fælist að gengið yrði frá samkomulagi við Breta og Hollendinga vegna Icesave en því hefðu stjórnvöld vísað á bug.Árni Þór vísaði hins vegar til fundar þingmannanefndar EFTA í Brussel fyrr í vikunni þar sem fram hefði komið að sum aðildarríki nefndarinnar vildu tengja lán sjóðsins við samkomulag við Breta. Þá hefði Barroso, framkvæmdastjóri ESB, sagt Geir H. Haarde forsætisráðherra að Íslendingar gætu fengið lán úr neyðarsjóði ESB gegn því að ganga til samninga við Breta og Hollendinga. Þetta væri að mati Árni fjárkúgun enda væri verið að selja Bretum og Hollendingum sjálfdæmi í málinu.Spurði hann ráðherra hver staðan væri í þessum málum og hvers vegna því hefði verið haldið fram að engin tengsl væru á milli samkomulags um lán Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og lausn deilnanna við Breta og Hollendinga.Ekkert í samkomulagi við IMF um lausn deilumálaÁrni Mathiesen fjármálaráðherra sagði að í samkomulagi sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um lán væru engin skilyrði um lasun í einstökum deilumálum. Því væri hins vegar þannig farið að Bretar og Hollendingar ættu sæti í stjórn sjóðsins og hún ætti erftir að fjalla um samkomulag sendinefndarinnar og Íslendinga. Það mætti því segja að þjóðirnar gætu haft tækifæri til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri sem gæti haft áhrif á hver þeirra afstaða yrði í stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Mögulegt væri að þetta hefði áhrif á niðurstöðu sjóðsins.Árni Þór Sigurðsson sagði að best væri að stjórnvöld afléttu leynd af samkomulaginu við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Hann benti á að fjármálaráðherra hefði ekki svarað því hvað hefði verið rætt á fundi fjármálaráðherra EES-ríkjanna fyrr í vikunni en á heimasíðu ráðsins hefði komið fram að rætt hefði verið um stöðu Íslands lengi.Fjármálaráðherra sagðist skilja að þingmaðurinn vildi upplýsingar um þetta en hins vegar væri það bara þannig að það væri trúnaður á ákveðnum þáttum, þar á meðal samkomulaginu við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og einstökum fundum. Hann teldi það ekki farsælli lausn til framdráttar ef Íslendingar myndu einhliða aflétta trúnaði af einstökum málum.
Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent