Fótbolti

Norskir fjölmiðlar heimta afsögn Åge Hareide

Hareide er undir mikilli pressu eftir slakt gengi norska landsliðsins
Hareide er undir mikilli pressu eftir slakt gengi norska landsliðsins NordicPhotos/GettyImages

Norskir fjölmiðlamenn virðast vera búnir að fá sig fullsadda af slöku gengi knattspyrnulandsliðsins og heimta nú höfuð landsliðsþjálfarans eftir 1-0 tap fyrir Hollendingum heima í gær.

"Åge verður að víkja" sagði Aftonbladet eftir leikinn í gær og blaðið rekur þá staðreynd að norska liðið hafi ekki unnið sigur í sjö leikjum í röð. Þá hefur norska liðið ekki unnið sigur í níu af síðustu fjórtan heimaleikjum sínum.

Liðið hefur ekki unnið leik enn sem komið er á árinu og það er versta byrjun norska landsliðsins í þrjátíu ár. Liðið situr á botninum í 9. riðli með tvö stig eftir þrjá leiki.

Hareide landsliðsþjálfari segir ekki koma til greina að segja af sér og ætlar að berjast áfram, en í Dagbladet kemur fram að hann njóti stuðnings stjórnar norska knattspyrnusambandsins.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×