Fótbolti

Íslensku stúlkurnar í milliriðil

Fanndís Friðriksdóttir skoraði sigurmark íslenska liðsins
Fanndís Friðriksdóttir skoraði sigurmark íslenska liðsins Mynd/Daníel

Íslenska kvennalandsliðið skipað leikmönnum 19 ára og yngri vann í dag 2-1 sigur á Grikkjum í undankeppni EM. Íslenska liðið var undir 1-0 í hálfleik en mörk frá Berglindi Þorvaldsdóttur og Fanndísi Friðriksdóttur tryggðu íslenska liðinu sigurinn í síðari hálfleik.

Sigurinn tryggir íslenska liðinu sæti í milliriðli ásamt liði Íra, en írska liðið vann í dag 2-0 sigur á heimamönnum í Ísrael.

Ísland og Írland mætast í lokaleiknum í riðlinum á mánudaginn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×