Innlent

Þórunn: Nóg komið af gamaldags lausnum

Magnús Már Guðmundsson skrifar
Þórunn Sveinbjarnardóttir, umhverfisráðherra.
Þórunn Sveinbjarnardóttir, umhverfisráðherra.

Þórunn Sveinbjarnardóttir, umhverfisráðherra, segir að fólk sé búið að fá nóg af gamalds lausnum í virkjanamálum. ,,Ég held að fólk sé búið að fá nóg af gömlu lausnunum og meðvitaðra að orkan sem við eigum er mjög verðmæt og hún muni einungis vaxa í verði. Það er hægt að nýta orkuna í margt annað en að knýja áfram gamaldags stóriðju."

Meirihluti þjóðarinnar telur nóg komið af virkjunum samkvæmt skoðanakönnun sem Fréttablaðið birti í dag. 57 prósent styðja ekki frekari virkjanir fyrir orkufrekan iðnað.

Þórunn segir niðurstöðuna vera gleðilega og vísbendingu um breytt hugarfar í samfélaginu. Aftur á móti segir hún að varast þurfi að fullyrða of mikið á grunni einnar skoðanakönnunar.

Þórunn segir ein mestu tíðindin vera hversu lítill munur er á afstöðu fólks eftir búsetu. 59 prósent svarenda á landsbyggðinni eru mótfallanir frekari virkjun og eru þeir fleiri en á höfuðborgarsvæðinu.

,,Það hefur jafnvel verið þannig að fólk á höfuðborgarsvæðinu hefur verið að segja öðrum hvað landsbyggðinni er fyrir bestu. En af sjálfsögðu veit fólk á landsbyggðinni best hvað það vill og þessi könnun virðist sýna að fólk telur nóg vera komið af virkjunum," segir Þórunn.
Tengdar fréttir

Stuðningur við náttúruvernd fer vaxandi segir NSÍ

Náttúruverndarsamtök Íslands telja að niðurstaða skoðanakönnunar Fréttablaðsins um frekari virkjanir fyrir orkufrekan iðnað sýni að náttúruvernd eigi nú vaxandi fylgi að fagna í samfélaginu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×