Íslensk tónlist kynnt í LA 29. október 2008 04:00 Anna Hildur segir að umfjöllun tímaritsins Music Week um ráðstefnuna You Are in Control hafi komið skemmtilega á óvart. Starfsmenn Útflutningsráðs íslenskrar tónlistar, Útón, fljúga til Los Angeles í apríl þar sem haldin verður sérstök kynning á íslenskri tónlist í von um að koma henni að í bandarískum kvikmyndum og auglýsingum. Kynningin verður haldin í tengslum við tónlistarráðstefnu sem verður haldin í Los Angeles. Lanette Phillips, sem sótti ráðstefnuna Are You in Control hér á landi á dögunum og er einn virtasti framleiðandi tónlistarmyndbanda í heiminum, skipuleggur kynninguna í samstarfi við Sigurjón Sighvatsson. Þar verður viðstatt áhrifamikið fólk sem sér um að velja tónlist í kvikmyndir og auglýsingar. „Þetta er ný aðferð hjá okkur í Iceland Music Export til að koma músík á framfæri," segir Anna Hildur Hildibrandsdóttir hjá Útón. „Næsta verkefni er að byrja undirbúning og fjármögnun á þessu verkefni." You Are in Control fékk nýverið góða dóma og mikla umfjöllun í tímaritinu Music Week. „Það kom skemmtilega á óvart að Music Week skyldi gefa þessu svona mikla umfjöllun og gera þessu svona góð skil. Við höfum fengið alveg gífurlega góð viðbrögð bæði við hátíðinni [Iceland Airwaves] og ráðstefnunni," segir Anna Hildur. „Ég er mjög ánægð með að það skuli skila sér í svona miklum mæli í einhvers konar viðskiptum eða samskiptum við þetta fólk sem kom á ráðstefnuna. Það er bara vika síðan þetta er búið og það er allt á fullu úti um allt." - fb Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Oblivion Remastered: Nostalgían lifir góðu lífi Leikjavísir Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Starfsmenn Útflutningsráðs íslenskrar tónlistar, Útón, fljúga til Los Angeles í apríl þar sem haldin verður sérstök kynning á íslenskri tónlist í von um að koma henni að í bandarískum kvikmyndum og auglýsingum. Kynningin verður haldin í tengslum við tónlistarráðstefnu sem verður haldin í Los Angeles. Lanette Phillips, sem sótti ráðstefnuna Are You in Control hér á landi á dögunum og er einn virtasti framleiðandi tónlistarmyndbanda í heiminum, skipuleggur kynninguna í samstarfi við Sigurjón Sighvatsson. Þar verður viðstatt áhrifamikið fólk sem sér um að velja tónlist í kvikmyndir og auglýsingar. „Þetta er ný aðferð hjá okkur í Iceland Music Export til að koma músík á framfæri," segir Anna Hildur Hildibrandsdóttir hjá Útón. „Næsta verkefni er að byrja undirbúning og fjármögnun á þessu verkefni." You Are in Control fékk nýverið góða dóma og mikla umfjöllun í tímaritinu Music Week. „Það kom skemmtilega á óvart að Music Week skyldi gefa þessu svona mikla umfjöllun og gera þessu svona góð skil. Við höfum fengið alveg gífurlega góð viðbrögð bæði við hátíðinni [Iceland Airwaves] og ráðstefnunni," segir Anna Hildur. „Ég er mjög ánægð með að það skuli skila sér í svona miklum mæli í einhvers konar viðskiptum eða samskiptum við þetta fólk sem kom á ráðstefnuna. Það er bara vika síðan þetta er búið og það er allt á fullu úti um allt." - fb
Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Oblivion Remastered: Nostalgían lifir góðu lífi Leikjavísir Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira