Varnarmaðurinn Michael Mancienne frá Chelsea var í kvöld kallaður óvænt inn í enska landsliðshópinn fyrir æfingaleikinn gegn Þjóðverjum í næstu viku.
Hinn tvítugi Mancienne er lánsmaður hjá Wolves í B-deildinni og hefur átt fast sæti í U-21 árs liði Englendinga.
Gabriel Agbonlahor og Curtis Davies frá Aston Villa og Darren Bent frá Tottenham eru líka í hópi Fabio Capello fyrir Þýskalandsleikinn, en þeir Wayne Rooney og Rio Ferdinand hjá Manchester United eru ekki í hópnum vegna meiðsla.
David Beckham var ekki valinn í hópinn að þessu sinni og því verður ekkert úr því að hann jafni landsleikjamet Bobby Moore sem er 108 landsleikir fyrir England.
Hópur Englendinga sem mætir Þjóðverjum:
Markverðir: Carson, Hart, James.
Varnarmenn: Bridge, Johnson, Davies, Lescott, Terry, Mancienne, Upson, Richards.
Miðjumenn: Lampard, Gerrard, Wright-Phillips, A Young, Downing, Barry, Carrick, Walcott.
Framherjar: Agbonlahor, Bent, Defoe, Crouch.