Erlent

Blackwater áfram í Írak

Margir Írakar lýstu óánægju sinni í dag eftir að greint var frá því að bandaríkjastjórn hefði endurnýjað samning sinn við öryggisfyrirtækið Blackwater.

Óánægjan er tilkomin vegna þess að starfsmenn Blackwater eru sakaðir um að hafa drepið sautján íraska borgara í skotbardaga í fyrra.

FBI rannskar nú hvort starfsmennirnir hafi ekki örugglega farið að öllum lögum og reglum þegar þeir skutu þessa sautján einstaklinga í september á síðasta ári.

Starfsmennirnir segja FBI að þeir hafi haldið að á þá væri verið að ráðast og þair hafi þá hafið skothríð að bílum sem áttu leið hjá með fyrrgreindum afleiðingum.

Þrátt fyrir að rannsókn FBI á málinu standi enn yfir ákváðu yfirvöld í Bandaríkjunum í gær að endurnýja samning sinn við Blackwater. Samningurinn kveður á um að Blackwater veiti bandaríksu starfsfólki í Írak vernd.

Yfirvöld vörðu ákvörðun sína með því að segja starfsháttum Blackwater hefði verið berytt til þess að koma í veg fyrir að "svona tilfelli" komi upp aftur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×