Enski boltinn

Tottenham hefur yfir gegn United

Dimitar Berbatov fagnar marki sínu gegn United
Dimitar Berbatov fagnar marki sínu gegn United Nordic Photos / Getty Images

Nú er kominn hálfleikur í leikjunum sex sem hófust klukkan 15 í ensku úrvalsdeildinni. Tottenham hefur yfir 1-0 gegn Manchester United á White Hart Lane þar sem Dimitar Berbatov skoraði mark heimamanna.

Tottenham hefur verið heldur sterkari aðilinn í leiknum en mikið má vera ef meistararnir bæta sig ekki í síðari hálfleik.

Bolton hefur yfir gegn Reading á útivelli í Íslendingaslag dagsins. Það var Kevin Nolan sem kom gestunum yfir í leiknum, en áður hafði Bolton misnotað vítaspyrnu sem Grétar Rafn Steinsson fiskaði. Heiðar Helguson er í byrjunarliði Bolton í dag sem og Ívar Ingimarsson hjá Reading.

Þetta eru einu tvö mörkin sem komið hafa í fyrri hálfleiknum í leikjunum sex.

Birmingham C. 0 - 0 Derby County

Blackburn R. 0 - 0 Everton

Portsmouth 0 - 0 Chelsea

Reading 0 - 1 Bolton W.

Tottenham H. 1 - 0 Manchester U.

Wigan Athletic 1 - 0 West Ham U.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×