Klitschko mætir Thompson annað kvöld 11. júlí 2008 17:52 Thompson og Klitschko horfast í augu á blaðamannafundi í Hamburg NordcPhotos/GettyImages Heimsmeistarinn Wladimir Klitschko mun annað kvöld verja IBF, WBO og IBO meistaratitla sína í þungavigt þegar hann mætir Bandaríkjamanninum Tony Thompson í Hamburg. Bardaginn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og hefst útsending klukkan 19:00. Klitschko er 32 ára gamall og sameinaði WBO og IBF titlana þegar hann lagði Sultan Ibragimov í New York í febrúar sl. Klitschko hefur barist 50 sinnum á ferlinum og unnið 44 þeirra á rothöggi og tapað aðeins þrisvar. Thompson er 36 ára og hefur barist 31 sinni á ferlinum. Hann hefur tapað aðeins einu sinni. Hann hefur unnið 19 af bardögum sínum á rothöggi og er fremsti áskorandinn í WBO deildinni. Klitschko á raunar ekki sérstakar minningar frá viðureignum sínum við Thompson, því Bandaríkjamaðurinn var æfingafélagi hans fyrir sögulegan bardaga Klitschko gegn Corrie Sanders árið 2003. Sá bardagi var rétt búinn að binda enda á feril Klitschko, sem tapaði mjög óvænt á rothöggi í annari lotu. Síðan hefur Úkraínumaðurinn heldur betur tekið sig saman í andlitinu og hefur unnið alla átta bardaga sína síðan. "Ég er búinn að gleyma þessum bardaga, en síðan hef ég sannarlega lært að þú mátt ekki vanmeta andstæðinga þína," sagði Klitschko. Thompson man vel eftir því þegar hann var andstæðingur Úkraínumannsins á sínum tíma, en segir allt aðra stöðu uppi á teningnum nú. "Ég er hundrað sinnum betri í dag en ég var þá, en hann var aftur á móti upp á sitt besta á þeim tíma. Mér er því alveg sama hvort hann man eftir mér eða ekki," sagði Thompson. Segja má að þeir Klitschko og Thompson gætu ekki komið úr ólíkari áttum, því á meðan Klitschko er moldríkur, menntaður og kemur af efnuðu og vel settu fólki - ólst Bandaríkjamaðurinn upp í fátækrahverfi á meðan faðir hans sat í fangelsi. Box Mest lesið Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Enski boltinn Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Enski boltinn Fleiri fréttir Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Arsenal að stela Eze frá Tottenham Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Markvörður Fluminense tók heimsmetið af Peter Shilton Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Diljá innsiglaði sigur toppliðsins Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Erfitt að horfa á félagana detta út Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Bara heilt maraþon eftir, þá er ég búinn með þrennuna“ Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sjá meira
Heimsmeistarinn Wladimir Klitschko mun annað kvöld verja IBF, WBO og IBO meistaratitla sína í þungavigt þegar hann mætir Bandaríkjamanninum Tony Thompson í Hamburg. Bardaginn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og hefst útsending klukkan 19:00. Klitschko er 32 ára gamall og sameinaði WBO og IBF titlana þegar hann lagði Sultan Ibragimov í New York í febrúar sl. Klitschko hefur barist 50 sinnum á ferlinum og unnið 44 þeirra á rothöggi og tapað aðeins þrisvar. Thompson er 36 ára og hefur barist 31 sinni á ferlinum. Hann hefur tapað aðeins einu sinni. Hann hefur unnið 19 af bardögum sínum á rothöggi og er fremsti áskorandinn í WBO deildinni. Klitschko á raunar ekki sérstakar minningar frá viðureignum sínum við Thompson, því Bandaríkjamaðurinn var æfingafélagi hans fyrir sögulegan bardaga Klitschko gegn Corrie Sanders árið 2003. Sá bardagi var rétt búinn að binda enda á feril Klitschko, sem tapaði mjög óvænt á rothöggi í annari lotu. Síðan hefur Úkraínumaðurinn heldur betur tekið sig saman í andlitinu og hefur unnið alla átta bardaga sína síðan. "Ég er búinn að gleyma þessum bardaga, en síðan hef ég sannarlega lært að þú mátt ekki vanmeta andstæðinga þína," sagði Klitschko. Thompson man vel eftir því þegar hann var andstæðingur Úkraínumannsins á sínum tíma, en segir allt aðra stöðu uppi á teningnum nú. "Ég er hundrað sinnum betri í dag en ég var þá, en hann var aftur á móti upp á sitt besta á þeim tíma. Mér er því alveg sama hvort hann man eftir mér eða ekki," sagði Thompson. Segja má að þeir Klitschko og Thompson gætu ekki komið úr ólíkari áttum, því á meðan Klitschko er moldríkur, menntaður og kemur af efnuðu og vel settu fólki - ólst Bandaríkjamaðurinn upp í fátækrahverfi á meðan faðir hans sat í fangelsi.
Box Mest lesið Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Enski boltinn Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Enski boltinn Fleiri fréttir Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Arsenal að stela Eze frá Tottenham Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Markvörður Fluminense tók heimsmetið af Peter Shilton Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Diljá innsiglaði sigur toppliðsins Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Erfitt að horfa á félagana detta út Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Bara heilt maraþon eftir, þá er ég búinn með þrennuna“ Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sjá meira