Enski boltinn

Skattamál Capello eru í fínu lagi

NordicPhotos/GettyImages

Enska knattspyrnusambandið hefur um nokkurt skeið vitað af því að skattamál landsliðsþjálfarans Fabio Capello væru til rannsóknar á Ítalíu. Talsmaður sambandsins segir það ekki hafa áhyggjur af málinu.

"Við vitum að ítalska knattspyrnusambandið hefur nokkra einstaklinga til rannsóknar vegna skattamála og við erum búnir að ræða við Capello og ráðgjafa hans vegna frétta frá Ítalíu. Þeir hafa fullyrt að skattamál þjálfarans séu í himnalagi og við höfum því ekkert meira um málið að segja," sagði talsmaður enska knattspyrnusambandsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×