Þetta er bara músik 31. júlí 2008 06:00 Ómar Guðjónsson fer „Fram af“ á nýrri sólóplötu. Fréttablaðið/arnþór Ómar Guðjónsson, yngri bróðir saxófónleikarans Óskars, hefur gefið út aðra plötuna sína, Fram af. „Á fyrstu plötunni var saxófónninn hjá Óskari í forgrunni en nú hef ég losnað við hækjuna og gítarinn er orðinn aðalröddin," segir Ómar. Hann hefur komið víða við og segist vera djassisti sem vill vera poppstjarna. „Maður hefur köllun og músiklegar þarfir sem þarf að fullnægja. Ég söng í hljómsveitinni Ebeneser á sínum tíma. Við tókum þátt í Músiktilraunum og komumst í úrslit og allt. Bakgrunnurinn hjá mér er Hendrix og Led Zeppelin og slík tónlist, en í djassinum fann ég að ég mátti gera hvað sem er. Maður gat tjáð sig frá A-Ö í lögunum. Það voru engar hömlur. Því meira sem ég kemst út fyrir rammann því betur líður mér." Ómar segist tjá sig með gítarnum í stað þess að reyna að tjá sig í söng. Hann segir þó að allt geti gerst: „Ég gæti þess vegna verið farinn að syngja með rokkbandi eftir fimm ár." Fram af er tríóplata. Með Ómari spila þeir Þorgrímur Jónsson á kontrabassa og Matthías Hemstock á trommur. Platan var tekin upp í Heita pottinum í mars. „Ég lít ekki á þetta sem djassplötu," segir Ómar. „Þetta er bara músik fyrir mér. Ég leyfi öðrum að skilgreina hana betur." - glh Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Lífið Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Ómar Guðjónsson, yngri bróðir saxófónleikarans Óskars, hefur gefið út aðra plötuna sína, Fram af. „Á fyrstu plötunni var saxófónninn hjá Óskari í forgrunni en nú hef ég losnað við hækjuna og gítarinn er orðinn aðalröddin," segir Ómar. Hann hefur komið víða við og segist vera djassisti sem vill vera poppstjarna. „Maður hefur köllun og músiklegar þarfir sem þarf að fullnægja. Ég söng í hljómsveitinni Ebeneser á sínum tíma. Við tókum þátt í Músiktilraunum og komumst í úrslit og allt. Bakgrunnurinn hjá mér er Hendrix og Led Zeppelin og slík tónlist, en í djassinum fann ég að ég mátti gera hvað sem er. Maður gat tjáð sig frá A-Ö í lögunum. Það voru engar hömlur. Því meira sem ég kemst út fyrir rammann því betur líður mér." Ómar segist tjá sig með gítarnum í stað þess að reyna að tjá sig í söng. Hann segir þó að allt geti gerst: „Ég gæti þess vegna verið farinn að syngja með rokkbandi eftir fimm ár." Fram af er tríóplata. Með Ómari spila þeir Þorgrímur Jónsson á kontrabassa og Matthías Hemstock á trommur. Platan var tekin upp í Heita pottinum í mars. „Ég lít ekki á þetta sem djassplötu," segir Ómar. „Þetta er bara músik fyrir mér. Ég leyfi öðrum að skilgreina hana betur." - glh
Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Lífið Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira