Enski boltinn

Rio: Ég þoldi ekki Manchester United

Rio var ekki hrifinn af United í eina tíð
Rio var ekki hrifinn af United í eina tíð NordicPhotos/GettyImages

Miðvörðurinn Rio Ferdinand hjá Manchester United er uppalinn stuðningsmaður West Ham. Hann viðurkenndi í viðtali við Mirror í dag að hann hefði ekki þolað Manchester United í eina tíð.

Ferdinand gekk í raðir Manchester United frá Leeds árið 2002, en fram að því hafði velgengni Leeds farið í taugarnar á honum.

"Ég þoldi ekki United þegar ég var um tvítugt, því liðið vann alla titla sem í boði voru. Stuðningsmaður United sagði eitt sinn við mig að ég myndi örugglega vilja spila fyrir félagið - en ég sagði honum að það myndi ég aldrei gera. Ég verð samt að viðurkenna að ég var mjög spenntur þegar ég kom hingað," sagði Ferdinand.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×